11) Fundur stjórnar Almannaheilla 28.05.2009

ALMANNAHEILL, SAMTÖK ÞRIÐJA GEIRANS.

1. Stjórnarfundur Almannaheilla haldinn fimmtudaginn 28. maí 2009  kl:8:30, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík

Mættir: Guðrún Agnarsdóttir (GA), Kristinn Halldór Einarsson (KHE) og Einar Haraldsson (EH).

GA setti fund og bauð menn velkomna til fundar. Aðeins þrír stjórnarmenn mættir en ákveðið samt að halda fundinn.

GA lagði fram bréf sem hún hafði sent Ríkisskattstjóra vegna breytingar á nafni samtakanna yfir í Almannaheill, samtök þriðja geirans.

Umræður um stuðning / bakland við nefndina sem er fara yfir kosti og galla þess að setja lög eða reglugerð varðandi frjáls félagssamtök (þriðja geirann). Evu Þengilsdóttur og Jónasi Guðmundssyni var falið að finna þessa aðila.

Umræður um starfið í sumar. Stefnt á að halda málþing í haust. Halda fund með gjaldkerum og eða fjármálastjórum aðildarfélaganna og skoða stöðu mála. Þröstur Árni Gunnarsson fjármálastjóri Krabbameinsfélags Íslands myndi kalla þessa aðila á fund.

KHE ræddi þá hugmynd að vaskur af reikningum yrði sérstaklega færður á sér lykil í bókhaldinu til þess að geta séð hvað hann er mikill. (Þriðji geirinn er ekki að fá vaskinn endurgreiddan nema að litlu leyti).

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25

Fundargerð ritaði EH

Skildu eftir svar