12) Fundur stjórnar Almannaheilla

12.  fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn  2. júlí 2009, kl. 8.30, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Mætt: Björgólfur Thorsteinsson, Eva Þengilsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, sem ritaði fundargerð og Kristinn H. Einarsson.

Þetta var gert:

Rætt var um efni fyrirhugaðrar ályktunar til stjórnvalda um skattamál frá Almannaheillum og gerð drög að henni.

Þau voru síðan send stjórn og varastjórn til yfirlestrar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið um kl. 10.00.

Skildu eftir svar