10) Fundur stjórnar Almannaheilla 08.05.2009

  • 10. fundur stjórnar Samtakanna almannaheilla, haldinn föstudaginn 8. maí 2009,

kl. 8.30, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Björn B. Jónsson, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson, Eva Þengilsdóttir og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

  • 1. Rætt um aðalfund í maí:
  • Staðfest að aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 19. maí kl. 15.00. að Skógarhlíð 8.
  • Í samræmi við lög samtakanna verður skipuð 3ja manna uppstillinganefnd. Ákveðið að Björn B. Jónsson verði formaður nefndarinnar, en hann gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Nokkur önnur nöfn voru nefnd. Formaður hefur umboð til að ræða við einstaklinga og ganga frá skipun nefndarinnar. Þeir aðalfundarfulltrúar sem vilja koma tillögum til nefndarinnar geta sent þær í tölvupósti til formanns nefndarinnar bjorn@sudskogur.is.
  • Rætt um lagabreytingar: Samþykkt að gera tillögu til aðalfundar um að nafni samtakanna verði breytt í: Almannaheill, samtök þriðja geirans.
  • Rætt um tillögur um fundarstjóra og -fundarritara.
  • Gert er ráð fyrir að að fundurinn verði tvískiptur. Í fyrri hlutanum verði farið í gegnum almenna aðalfundardagskrá samkvæmt lögum samtakanna. Í seinni hlutanum verði rætt sérstaklega um hvers félagasamtök megi vænta í af nýrri ríkisstjórn í landinu. Leitað verði eftir því að fulltrúi ríkisstjórnarinnar taki þátt í umræðunum, sem og aðrir sérfróðir einstaklingar úr röðum aðildarsamtakanna.
  • 2. Bankaviðskipti: Eftir fall SPRON þarf að skipta um viðskiptabanka. Gjaldkeri leggur til að samið verði við Kaupþing. Samþykkt.
  • 3. Búið er að boða fyrsta fund í nefnd félagsmálaráðherra um lög er varða félagasamtök. Ákveðið að í framhaldi af þessum fundi muni efnt til fundar bakhóps Almannaheilla um málefnið.
  • 4. Lagt verður til við fjármálahóp Almannaheilla að hann fundi í tengslum við aðalfundnn.
  • 5. Rætt um að setja meira efni inn á heimasíðu. Því er beint til stjórnarmanna að þeir sendi upplýsingar um sjálfa sig til Evu.
  • 6. Að áliti stjórnarinnar verður það eitt fyrsta verkefni nýrrar stjórnar að leggja drög að ráðningu framkvæmdastjóra í hálft starf, e.t.v. í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Fundi slitið kl. 10.00. Næsti fundur verður boðaður að loknum aðalfundi.

Skildu eftir svar