9) Fundur stjórnar Almannaheilla 16.04.2009

  • 9. fundur stjórnar Samtakanna almannaheilla, haldinn miðvikudaginn 16. apríl 2009, kl. 8.30, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

  • 1. Rætt um aðalfund í maí:
  • Lagt til að aðalfundur verði þriðjudaginn 19. maí kl. 15.00.
  • Fundarstaður: Að Skógarhlíð 8, eða hjá Iðu í Lækjargötu.
  • Skipuð verði 3ja manna uppstillinganefnd. Stjórnarmenn komi með uppástungur um nöfn fulltrúa í hana á næstu dögum og gengið verði frá skipun nefndarinnar á milli stjórnarfunda.
  • Dagskrá verði samkvæmt félagslögum: Kosning fundarstjóra og fundarritara, skýrsla stjórnar, skýrsla um fjárhag, umræður um skýrslur, kosning stjórnar.
  • Lagt verði til við fundinn að afgreiðslu reikninga verði frestað til aðalfundar 2010 og þá gert upp fyrir árin 2008 og 2009 saman.
  • Aðalfundur þarf að staðfesta aðild nýrra aðila að samtökunum.
  • Gefa þarf gaum að samþykktum Almannaheilla þar sem segir að „tillögur sem aðildarsamtök eða stofnanir hyggjast leggja fram á aðalfundi skulu hafa borist stjórn tveimur vikum fyrir fund og skulu sendar aðilum minnst viku

fyrir fund”.

  • Á fundinn verði fenginn ræðumaður um valið málefni sem skiptir samtökin máli. Í tilefni af því að þingkosningar verða afstaðnar, og ný ríkisstjórn væntanlega tekið við völdum og birt málefnaskrá, er lagt til að umræðuefnið verði: Hvers eiga almannaheillasamtök að vænta af nýrri ríkisstjórn?
  • Samkvæmt samþykktum eiga öll aðildarsamtök rétt á einum aðalfundarfulltrúa, en síðan viðbótarfulltrúa fyrir hverja fimm þúsund félagsmenn.
  • Til fundarins verði boðið nokkrum aðilum sem hafa þekkingu á málefnum almannaheillasamtaka eða láta þessi málefni til sín taka.
  • 2. Formaður kynnti bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneyti um skipun nefndar “sem hefur það hlutverk að fara yfir kosti þess og galla að setja heildarlöggjöf um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana. Nefndin mun skoða hvort ástæða sé til að setja heildarlöggjöf um slíka starfsemi …”.

Í nefndina eru skipuð:

Ómar H. Kristmundsson (af fél. og tr.m.rn.)

Hjalti Zóphoóníasson (afdóms- og k.m.rn.)

Ingibjörg Helga Helgadóttir (af fjárm.rn.)

Sólveig Guðmundsdóttir (af heilbr.rn.)

Eva Þengilsdóttir (af Samtökunum almannaheill).

Linda Rós Alfreðsdóttir frá fél. og tr.m.rn. mun starfa með nefndinni.

Fundi slitið kl. 9.30. Næsti fundur verður boðaður 30. apríl, kl. 8.30 að Skógarhlíð 8.

Skildu eftir svar