Fundur fólksins verður haldinn 29. nóvember kl.14:00-18:00 í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Fyrir örfáum vikum varð ljóst að þessi dagur er dagurinn fyrir þingkosningar. Það á reyndar vel við að halda fundinn í aðdraganda kosninga, enda er leiðarljós Fundar fólksins að efla lýðræði og samfélagsþátttöku. Hlutverk Fundar fólksins er að búa til vettvang til samtals milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Það… Sjá meira →
Tag: Fundur fólksins
Upptökur frá Fundi fólksins 2023
Fundur fólksins fór fram dagana 15. – 16. september 2023. Fundarefni voru fjölbreytt en þar var m.a. rætt við fulltrúa stjórnmálaflokkanna, rætt við sérfræðinga um gervigreind, dánaraðstoð, umhverfis- og loftslagsmál og margt fleira. Almannaheill hafa staðið fyrir hátíðinni í gegnum árin og komið að skipulagi hennar. Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli… Sjá meira →
Myndband: Stutt samantekt frá pallborðsumræðum 17. september
Er ykkar félag komið á almannaheillaskrá? En almannaheillafélagaskrá? Hver er eiginlega munurinn? Hér má sjá stutta samantekt frá pallborðsumræðum sem fóru fram á Fundi fólksins 17. september síðastliðinn þar sem fjallað var um þær miklu og jákvæðu breytingar sem gengu í gildi á síðasta ári á lögum og skattareglum sem snerta almannaheillasamtök. Nánari upplýsingar um breytingarnar og skráningu félaga á… Sjá meira →
Upptökur frá tveimur viðburðum Almannaheilla á Fundi fólksins
Hér að neðan má sjá upptökur frá tveimur viðburðum Almannaheilla sem fóru fram á Fundi fólksins 17. september síðastliðinn. Annars vegar er um að ræða kynningu þar sem fjallað var um WELFARE-verkefnið, sem snýst um að byggja upp þverfaglegan vettvang, þjálfun og stuðning við samfélagsfrumkvöðla, og hins vegar pallborðsumræður þar sem farið var yfir hvernig til hefur tekist við innleiðingu… Sjá meira →
Fundur fólkins 16. og 17. september
Fundur fólksins verður haldinn í Norræna húsinu og Grósku hugmyndahúsi, núna um helgina, föstudaginn 16. september og laugardaginn 17.september. Almannaheill stendur fyrir tveimur viðburðum á laugardeginum í Grósku, kl. 14:00 og kl. 15:00. Streymt verður frá öllum viðburðum sem fara fram í Norræna húsinu og Grósku. Tilgangur Fundar fólksins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals… Sjá meira →
Nýtt lagaumhverfi og hvað svo?
Hér er linkur á upptöku frá Fundi fólksins á kynningu Ómars H. Kristmundssonar prófessors á nýju laga- og starfsumhverfi almannaheillasamtaka sem tók gildi 1. nóvember síðastliðinn. Ómar fjallar meðal annars um hvernig breytingarnar fela í sér aukna hvatning til fyrirtækja og einstaklinga til þess að styðja við almannaheillastarfsemi. Sjá meira →
Norræna félagið sér um framkvæmd Fundar fólksins
Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, og Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna félagsins, skrifuðu í dag undir samning þess efnis að Norræna félagið verði framkvæmdaaðili lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins næstu þrjú ár. Samningurinn er gerður í framhaldi af góðum styrk Reykjavíkurborgar og Félagsmálaráðuneytis við fundinn ásamt Norræna húsinu. Fundur fólksins verður haldinn í Norræna húsinu dagana 16. – 17. október næstkomandi. Lýðræðishátíðin var… Sjá meira →