Minnum félög sem skráðu sig á Almannaheillaskrá á síðasta ári að skilfrestur á upplýsingum um gjafir og framlög er til 20. janúar næstkomandi vegna framlaga og gjafa sem bárust frá 1. nóvember til 31. desember. Form vegna þessara skila verður aðgengilegt í vefskilum Skattsins innan skamms. Sjá frekari upplýsingar hjá Ríkisskattstjóra.
Að öllu jöfnu skal móttakandi vera skráður á almannaheillaskrá á því tímamarki sem gjöf er afhent um framlög sem berast frá og með þeim degi sem sótt var um skráningu á almannaheillaskránna. Undanþága gildir árið 2021 þar sem að skattfrádráttur er heimill vegna gjafa og framlaga sem berast á öllu tímabilinu 1. nóvember til 31. desember 2021 til félaga sem sóttu um og fengu staðfestingu skráningar 2021.