Mannauðsstjórnun í félagasamtökum – málþing 25. febrúar

Almannaheill – samtök þriðja geirans standa fyrir málþingi  um mannauðsstjórnun í félagasamtökum. Eitt af mikilvægustu verkefnum frjálsra félagasamtaka er að virkja fólk til góðra verka. Stjórnun sjálfboðaliða felur í sér ýmsar áskoranir þegar kemur að því að ráða, þjálfa og leiða fólk áfram að sameiginlegu markmiði, oft í flóknum og erfiðum verkefnum. Almannaheill hefur fengið valinkunna fræðimenn og fólk með mikla reynslu af sjtórnun félagasamtaka til að fjalla um málefnið á hagnýtan hátt.

 

Yfirskrift máþingsins:   Mannauðsstjórnun í félagasamtökum
Dagsetning:   25. febrúar 2015
Tími:   11.30 – 13.45
Staður:   Háskólinn í Reykjavik, sal M101
Fyrir hverja:   Stjórnendur og starfsmenn félagasamtaka

 

Dagskrá

Opunarávarp
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

Að virkja áhugahvöt sjálfboðaliða
Dr. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við HÍ

Mannauður félagasamtaka – sértækar áskoranir
Arney Einarsdóttir, lektor við HR

Mannauðskerfi skátanna
Benjamín Axel Árnason, Skátarnir (bís)

Að virkja sjálfboðaliða
Þráinn Hafsteinsson, Frjálsíþróttadeild ÍR,

 

Að loknum erindunum verða pallborðsumræður.

 

Fundarstjóri: Ólafur Proppé, formaður Almannaheilla

 

Frír aðgangur og allir velkomnir.