Hjálpa félögum að sækja um styrki

Félagið Einurð í samstarfi við Almannaheill stendur fyrir Erasmus-degi miðvikudaginn 11. október næstkomandi. Viðburðurinn verður samblanda af kynningu af styrkjum sem Evrópsambandið býður í gegnum Erasmus+ og kynning á verkefnum Einurðar.

Styrkir Evrópusambandsins eru mjög fjölbreyttir og hefur Einurð aðstoðað félagasamtök og fyrirtæki að sækja um styrki. Þar á meðal er gönguhópurinn Vesen og vergangur, Listasafn Íslands og Vaxandi, miðstöð um samfélagslega nýsköpun í  Háskola Íslands. Í sjóðunum geta leynst ýmis tækifæri.

Erasmund-dagurinn verður í húsnæði Almannaheilla í Urriðaholtsstræti 14 í Garðabæ.

Hér má sjá ítarlega dagskrá.