Fundur Fólksins 15. og 16. september 2023

Dagskrá Fundar fólksins dagana 15. og 16. september 2023 er fjölbreytt að vanda. Hún er hér: https://fundurfolksins.is/events/

Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.

Frjáls félagasamtök hafa verið leiðandi í undirbúningi hátíðarinnar með þátttöku og stuðningi opinberra aðila. 

Lýðræðishátíð unga fólksins er haldin undir hatti Fundar fólksins í Reykjavík. Hátíðin er að miklu leyti skipulögð af ungu fólki sem sjálft velur hvaða umræðuefni þau óska að setja á oddinn og þannig koma á framfæri hvaða mál brenna á þeim. Markmiðið með Lýðræðishátíð unga fólksins að gefa ungu fólki aukna möguleika á lýðræðislegri þátttöku með samræðum við ólíka aðila, s.s. stjórnmálaflokka, stofnanir, frjáls félagasamtök og aðra sem þau velja til þátttöku.