Heimsmarkmiðin fyrir almannaheillafélög

Miðvikudaginn 13. febrúar kl. 16.30-18.00 höldum við kynningarfund fyrir félagasamtök um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

 

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 skýr markmið í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Öll lönd og allir haghafar munu, í gegnum samstarfsverkefni, hrinda þessum markmiðum í framkvæmd.

Á þessum fundi verður kynnt hvernig almannaheillafélög og önnur félagasamtök geta lagt sitt af mörkum og fléttað heimsmarkmiðin inn í daglega starfsemi sína.

Fundurinn fer fram í húsnæði Áss, styrktarfélags að Ögurhvarfi 6, 203 Kópavogsbæ. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

 

Skráðu þig hér. 

 

Sjáðu hér sögur sem við söfnum af félagasamtökum sem eru byrjuð að vinna með heimsmarkmiðin.