Fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 9. apríl, 2015, kl. 9.00, að Sigtúni 42, Reykjavík.
Mætt: Ólafur Proppé, Jón Pálsson, Jónas Guðmundson, Haukur Ingibergsson, Ketilll Berg Magnússon, Steinunn Hrafnsdóttir, Þórarinn Þórhallsson, Ragnheiður Haraldsdóttir og Jóna Fanney Friðriksdóttir sem ritaði fundargerð. Þórarinn og Ragnheiður viku af fundi kl. 09:45.
Þetta var gert:
-
Fréttir af frumvarpi – staða mála
Nefndin hefur skilað lokadrögum að frumvarpi til ráðherra. Búist er við að drögin fari í umsagnarferli hjá ráðuneytinu áður en lengra er haldið.
-
Stjórnmálahátíð/Fundur fólksins í Norræna húsinu 11.-13. júní nk.
Málþingið verður haldið í Norræna húsinu og ræddu fundarmenn samstarf við UNICEF m.a. með að fá aðila erlendis frá sem fyrirlesara. Upp kom nafn Davids Bull, formanni UNICEF á Englandi og verður það kannað nánar. Jafnframt mun Steinunn senda upplýsingar um samtökin Big Society Research Center for the Third Sector studies. Almannaheill fá 2klst. á málþinginu og rætt að auk fyrirlesara væri upplagt að kynna frumvarpið. Jafnframt var rætt að bjóða aðildarfélögum Almannaheilla að kynna sig á málþinginu og fá örstutt innlegg frá þeim. Stjórn telur þetta samstarf vera kjörinn vettvang fyrir Almannaheill til að kynna sig og rætt um að kanna með fagaðila til aðstoðar við kynninguna enda fylgir smávegis fjármagn með frá Norræna húsinu.
-
Aðalfundur Almannaheilla
Samþykkt að stefna á að halda aðalfund þriðjudaginn 2. júní frá kl. 15-17 í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Samþykkt að Ólafur Proppé fráfarandi formaður taki sæti í uppstillingarnefnd. Ólafi falið að kanna hug núverandi stjórnarmanna með áframhaldandi setu í stjórn eður ei. Fjögurra vikna fyrirvari er á boðun á aðalfund til aðildarfélaga.
-
Fjölgun aðildarfélaga Almannaheilla
Verið er að skoða og ræða við forsvarsmenn nokkurra félaga. Ákveðið að senda UNICEF formlegt erindi þannig að stjórn geti tekið ákvörðun um aðild.
-
Fundur í kaupmannahöfn 4. júní 2015
Stjórn er sammála um að núverandi varaformaður, Ketill Berg sæki ráðstefnuna fyrir hönd Almannaheilla í sumar.
-
Önnur mál
-
Nk. júní eru 35 ár liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti og kynnti formaður formlegt erindi til félagasamtaka og stofnana þar sem kynnt er hátíðardagskrá í júní nk. Samþykkt að Almannaheill meldi þátttöku sína á þessum degi.
-
Ákvörðun um félagsgjöld: samþykkt að leggja tillögu fyrir á aðalfundi um að hækka tvo efstu þrep þátttökugjalda um ca. 20%, þ.e. að aðildargjöld þeirra sem nú greiða 50.000
hækki í 60.000 og efsta þrepið fari úr 100.000 í 120.000. Lægsta félagsgjaldið kr. 25.000 haldist óbreytt. Ákveðið að ræða þetta nánar á næsta stjórnarfundi.
-
Næsti stjórnarfundur verður haldinn 6. maí nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.40.