Fundargerð aðalfundar 12. júní 2014

Aðalfundur Almannaheilla, samtaka þriðja geirans 2014

Haldinn í húsnæði Krabbameinsfélagsins 12. júní 2014 kl 15:30.

Ólafur Proppé formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og sérstaklega Valgerði Rún Benediktsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneitinu. Ólafur lagði til Helga Gunnarsson hjá UMFÍ sem fundarstjóra, einróma samþykkt. Helgi stakki upp á Einari Steini Valgarðsson, verkefnastjóra Almannaheilla sem fundarritara, og var tillagan einróma samþykkt.

Ávörp gesta:  Valgerður fjallaði um vinnu ráðuneytisins við lagafrumvarpið um stöðu og réttindi almannaheillasamtaka. Vinnan stendur enn yfir, nefnd skilar frumvarpi til ráðherra í sumar, síðan verður boðið upp á almenna umsögn á neti. í kjölfar yfirferðar tekur ráðherra það fyrir og getur svo lagt það fyrir þing. Líkur þykja á að það verði tekið fyrir á vorþingi 2015.

Boðið var upp á fyrirspurnir og svör og fram kom að ef ekki komi margar athugasemdir sé fræðilegur möguleiki á að frumvarpið verði tekið fyrir að hausti, en allt stefni þó fremur að vori. Almannaheill fjölluðu um drögin fyrr á árinu og kom sínum athugasemdum á framfæri.

Staðfesting á nýjum aðildarfélögum. Staðfest voru Barnaheill, Landssamband eldri börgara, SÁÁ og Skógræktarfélag Íslands og þau boðin velkomin til liðs við Almannaheill. Samþykkt samhljóða.

Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár og starf framundan. Ólafur Proppé flutti skýrslu stjórnar. Fyrirspurnir geymdar og haldið áfram í næsta lið.

Skýrsla um fjárhag samtakana og fjárhagsáætlun lögð fram. Jón Pálsson, ritari Almannaheilla, kynnti skýrsluna og lagði fram áritaða ársreikninga í fjarveru gjaldkera.

Umræður um skýrslu og afgreiðsla ársreikings.

Rædd var þörf á fjölgun aðildarfélaga, sér í lagi í sambandi við fjárhag, og þörfin á að auka veltu t.a.m. til þess að félagið geti sinnt hlutverki sínu sem best eða haft tök á að hafa framkvæmdarstjóra í fullu starfi. Sömuleiðis mikilvægi þess að hafa skýrt fyrir fólki hvað er hlutverk Almannaheilla og hvatt til að aðildarfélög láti boðin berast og brýni mikilvægi þess að ganga til liðs við Almannaheill. Þar skiptlagafrumvarpið afar miklu, það vísar til starfseminnar og mun skýra betur rammann, réttindi og skyldur félaga.

Ársreikningur samþykktur samhljóða. Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

Kaffihihlé. Kaffi og veitingar í boði Krabbameinsfélagsins.

Tillögur uppstillinganefndar kynntar. Nefndina skipuðu Guðrún Agnarsdóttir, formaður nefndarinnar, Einar Haraldsson og Jónas Þórir Þórisson.

Uppstillinganefnd lagði til að Ólafur Proppé, fulltrúi bandalags íslenskra skáta og sitjandi formaður sitji áfram til eins árs og í aðalstjórn sitji Haukur Ingibergsson til eins árs, Jón Pálsson, fulltrúi UMFÍ, til tveggja ára, Jóna Fanney Friðriksdóttir fulltrúi Landverndar til tveggja ára, Jónas Guðmundsson fulltrúi Neytendasamtakanna til tveggja ára, Ketill B. Magnússon fulltrúi Heimilis og skóla til tveggja ára og Ragnheiður Haraldsdóttir fulltrúi Krabbameinsfélagsins til eins árs. Varastjórn, þar sem allir sitja til eins árs skipi Bryndís Torfadóttir , fulltrúi Umhyggju, Bylgja Valtýsdóttir , fulltrúi Hjartaverndar,Steinunn Hrafnsdóttir, fulltrúi Fræðaseturs þriðja geirans, Arnþór Jónsson, fulltrúi SÁÁ, Magnús Gunnarsson, fulltrúi Skógræktarfélags Íslands,Þórarinn Þórhallsson, fulltrúi Blindrafélagsins og Hildur Helga Gísladóttir, áður sem fulltrúi Kvennréttindasambands Íslands en nú sem fulltrúi fulltrúi Kvenfélagasambands Íslands. Samþykkt einróma.

Kjör skoðunarmanna: Nefndin lagði til Einar Haraldsson og Jónas Þórir Þórisson og var það samþykkt einróma.

Kosning stjórnar: Engar athugasemdir við tillögur uppstillingarnefndar, samþykkt einróma, og stjórn og varastjórn réttkjörin.

Ákvörðun um aðildargjöld. Stjórn leggur til að aðildargjöld verði óbreytt frá síðasta ári.  Samþykkt samhljóða.

Lagabreytingar. Ólafur Proppé kynnti tillögu stjórnar. Lögð til lagfæring orðalags í fyrsta tölulið fyrstu greinar laganna. Í stað „Að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, skapa þessum aðilum hagkvæmt starfsumhverfi, styrkja ímynd þeirra og efla stöðu þeirra í samfélaginu“ komi  „Að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, vinna að sem hagfelldustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd þriðja geirans og efla stöðu hans í samfélaginu.“

Í öðrum tölulið sömu greinar var lagt til að skipta út orðalaginu um að Almannaheill eigi „að vera málsvari almannaheillasamtaka“ fyrir „koma fram fyrir hönd þriðja geirans“ og „þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir í málefnum þriðja geirans“ í stað „málefnum þeirra“.

Lagabreytingar samþykktar samhljóða.

Önnur mál.

Fjárhagur og aðgerðir frekar ræddar. Líflegar umræður og ýmsar hugmyndir komu upp án þess að þær væru afgreiddar fremur að svo stöddu. Formaður færði þakkar- og hvatningarorð og sleit fundi 17:10.

Skildu eftir svar