Frjáls félagasamtök í Bretlandi

Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans bjóða til málstofu þriðjudaginn 13. maí í Odda- Háskóla Íslands, stofu 101, frá 12:00 – 13:30.
Dr. Erla Þrándardóttir mun fjalla um regluverk og lagaumhverfi félagasamtaka í Bretlandi. Erla er gestafræðimaður við City University, London. Í doktorsritgerð sinni kannaði hún innra lögmæti þriggja stórra félagasamtaka í Bretlandi (Amnesty, Cafod og Greenpeace) og valdajafnvægi landssamtakanna við alþjóðlegar höfuðskrifstofur samtakanna.

Skildu eftir svar