Frjáls félagasamtök í Bretlandi

Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans bjóða til málstofu þriðjudaginn 13. maí í Odda- Háskóla Íslands, stofu 101, frá 12:00 – 13:30.
Dr. Erla Þrándardóttir mun fjalla um regluverk og lagaumhverfi félagasamtaka í Bretlandi. Erla er gestafræðimaður við City University, London. Í doktorsritgerð sinni kannaði hún innra lögmæti þriggja stórra félagasamtaka í Bretlandi (Amnesty, Cafod og Greenpeace) og valdajafnvægi landssamtakanna við alþjóðlegar höfuðskrifstofur samtakanna.

Samfélagsmiðlar
error

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.