Fyrirlestur Prof.Helmuts K. Anheier var haldinn í Háskóla Íslands í dag, föstudaginn 5. desember . Mikill fjöldi sótti fyrirlesturinn sem haldinn var í tilefni af útkomu bókarinnarStjórnun og rekstur félagasamtakanna. Höfundar bókarinnar eru alls um 30, en ritstjórar voru þau dr. Ómar H. Kristmundsson, dósent í stjórnmálafræði og dr. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent í félagsráðgjöf. Háskóli Íslands stóð að fyrirlestrinum í samstarfi við Almannaheill, Rannsóknasetur um barna- og fjölskylduvernd og Rannsóknastöð um þjóðmál.
Efni fyrirlestursins: “The nonprofit or third sector has become more important in a number a policy fields and dialogues, including welfare state reform, governance and accountability, and the future of community and social cohesion in increasingly diverse and institutionally fragile societies. What is the political and economic background of these development, and to what extent can nonprofits “deliver”? And How can they respond to the current economic crisis?“
Hver er Helmut K. Anheier: Helmut K. Anheier er prófessor í félagsfræði við Heidelberg háskóla í Þýskalandi og faglegur stjórnandi Center for Social Investment. Hann var frá 2001-2009 prófessor í opinberri stefnumótun og félagslegri velferð við UCLA háskóla í Bandaríkjunum. Hann er jafnframt Centennial prófessor við London School of Economics. Anheier stofnaði og stjórnaði The Center for Civil society við LSE (1998-2002) og The Center for Civil Society við UCLA (2001-2008). Áður starfaði Anheier sem rannsakandi og verkefnisstjóri við Johns Hopkins University, Institute for policy studies og var dósent í félagsfræði við Rutgers Háskóla.
Anheier er mjög afkastamikill og virtur fræðimaður, en rannsóknir hans hafa aðallega beinst að frjálsum félagasamtökum, borgaralegu samfélagi (civil society), stjórnun félagasamtaka, hnattvæðingu og stefnumótun. Hann hefur birt yfir 300 verk, þar með talið er hann höfundur eða ritstjóri yfir 20 bóka. Hann er stofnandi og ritstjóri tímaritsins Journal of Civil Society and Voluntas, en auk þess ritstýrir hann Global Civil Society Yearbook og The Culture and Globalization Series. Anheier hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fræðastörf sín. Heimsókn Helmuts K. Anheiers er því mikill viðburður fyrir alla þá sem láta sig málefni frjálsra félagasamtaka varða.