bjartsyni.is

bjartsyni.is

Um vefinn

Markmiðið með þessum vef er að koma á framfæri jákvæðum sögum, hugmyndum og ábendingum úr íslensku atvinnulífi. Í þeim fjárhagslegu erfiðleikum sem nú steðja að þjóðinni er mikilvægt að gleyma ekki því sem gengur vel, enda getur góður árangur eins orðið öðrum hvatning eða fyrirmynd.

Eftirtaldir aðilar, fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir, hafa lagt verkefninu lið:

3X Technology

3X Technology var stofnað árið 1994 á Ísafirði. Í upphafi byggðist fyrirtækið á hönnun og framleiðslu búnaðar úr ryðfríu stáli ásamt þjónustu við sjávarútvegsfyrirtækin. 3X Technology býður upp á úrval af vélbúnaðarlausnum fyrir matvælaiðnað, bæði stöðluðum og sérhæfðum. Hjá fyrirtækinu starfar samhæfður hópur fimmtíu tæknimanna, hönnuða, iðnaðarmanna og ráðgjafa með mikla reynslu við að innleiða og sérsníða lausnir fyrir nútíma matvælavinnslur um heim allan.

Almannaheill

Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum frjálsra félagasamtaka sem starfa í almannaþágu og að vera málsvari þeirra gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá ætla samtökin að vinna að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn.

Andrew Burgess

www.andrewburgess.com

CCP

CCP er leiðandi fyrirtæki í tölvuleikjaiðnaðinum og framleiðandi EVE Online. Fyrirtækið var stofnað 1997 og er í einkaeigu. EVE Online er spilað í svo til öllum löndum heimsins af tæplega 250 þúsund áskrifendum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík, en einnig eru skrifstofur í Atlanta, London og Shanghai. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast áwww.ccpgames.com.

DataMarket ehf.

DataMarket ehf. býður upp á þjónustu við gagnaöflun fyrir fyrirtæki og stofnanir. DataMarket hefur þúsundir gagnaveitna á skrá og nýtir þær upplýsingar til að afla hvers kyns markaðsupplýsinga, tölfræði og töflugagna, allt frá gengisupplýsingum og hagtölum til íþróttaúrslita og sjónvarpsdagskrár.

Gogogic

Gogogic er tveggja og hálfs árs gamalt, framsækið sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð smærri tölvuleikja og margmiðlunarefnis fyrir vefinn, þar á meðal smíði auglýsingaleikja, netborða o.s.frv. Einnig sinnir fyrirtækið hugmyndasmíði og markaðsmálum fyrir viðskiptavini, innlenda sem erlenda. Hjá Gogogic starfa 15 starfsmenn. Nánar er hægt að lesa um fyrirtækið á heimasíðunni www.gogogic.is.

Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík (HR) er háskóli 21. aldarinnar. Hann er í mikilli sókn og undanfarin misseri hefur markvisst verið unnið að uppbyggingu rannsókna og nýsköpun í kennslu. Framtíðarsýn HR er að vera alþjóðlegur háskóli, viðurkenndur fyrir framúrskarandi kennslu, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag. Fimm deildir eru við HR: Tækni- og verkfræðideild, kennslufræði- og lýðheilsudeild, tölvunarfræðideild, viðskiptadeild og lagadeild.

Hönnunarmiðstöð Íslands

Hönnunarmiðstöð Íslands er ætlað auka skilning á mikilvægi góðrar hönnunar og arkitektúrs fyrir þjóðfélagið. Hlutverk hennar er að efla hvers kyns hönnun sem veigamikinn þátt í íslensku atvinnulífi. Hönnunarmiðstöðin vekur athygli á íslenskri hönnun erlendis, rekur gagnabanka um hönnun og hönnuði, veitir hönnuðum og fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoðar fyrirtæki, svo sem sprota- og frumkvöðlafyrirtæki, við að koma sér áfram. Einnig leiðir miðstöðin saman hönnuði og fyrirtæki í nýsköpunar- og  vöruþróunarverkefnum og stendur fyrir kynningarviðburðum.

Hörður Lárusson

Hörður Lárusson útskrifaðist með BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Hann hefur síðan þá starfað á Vinnustofu Atla Hilmarssonar ásamt því að vera sjálfstætt starfandi. Hörður starfar einnig sem stundakennari við Listaháskóla Íslands ásamt því að gegna stöðu formanns FÍT – Félags íslenskra teiknara.

Marel

Hrannar Baldursson verkefnisstjóri bjartsýni.is starfar hjá Marel.

Ragnar Freyr

Ragnar Freyr er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður og ráðgjafi með áralanga reynslu á sviði grafískrar hönnunar fyrir bæði prent og skjámiðla.

Skrifstofa forseta Íslands

Össur

Össur er alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar á heilbrigðissviði. Össur hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. Össur er leiðandi í hönnun stoðtækja og annar stærsti stoðtækjaframleiðandinn í heiminum. Hjá fyrirtækinu starfa um 1600 starfsmenn á 14 starfsstöðvum víðs vegar um heim

Skildu eftir svar