Tilgangurinn er að auka möguleika félagasamtaka á að afla sjálfboðaliða og halda þeim, svo starf þeirra megi dafna. Farið verður í niðurstöður rannsókna þar sem sjálfboðaliðar sjálfir hafa sagt frá því hvað drífur þá og viðheldur áhuga þeirra á að bjóða fram krafta sína og þrjú ólík félög segja frá reynslu sinni. Í umræðum gefst tækifæri til að ræða efni dagsins og viðra og fá endurgjöf á eigin hugmyndir fyrir eigið félag. Í lokin verður sagt frá spennandi leið til að fá sjálfboðaliða erlendis frá. Til að auðvelda skipulag biðjum við ykkur vinsamlega að skrá ykkur undir „Skráning á viðburð“ í neðra vinstra horni [valmöguleiki á þáverandi vefsíðu Almannaheilla, athugasemd verkefnastjóra 2014]. Vekið athygli þeirra sem þið haldið að hefðu áhuga. Takið sjálfboðaliða með sem hefðu áhuga. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.