38. fundargerð 2. nóvember 2011

38. stjórnarfundur, miðvikudaginn 2. nóvember 2011 kl. 09:00 í húsakynnum Háskóla Íslands.

Mættir: Ragna Árnadóttir, formaður, Anna M. Þ. Ólafsdóttir, varaformaður, Júlíus Aðalsteinsson, ritari, Bryndís Torfadóttir, Steinun Hrafnsdóttir, Sigrún Pálsdóttir og Einar Haraldsson.

Gestur fundarins: Gestur Páll Reynisson, fv starfsmaður Fræðaseturs þriðja geirans.

  • 1. Setning: RÁ setti fund og bauð fundarmenn velkomna og þakkaði SH heimboðið.
  • 2. Kynning á Fræðasetri þriðja geirans: SH og GPR kynntu starfsemina. Fræðasetrið var stofnað í nóvember 2010 og hefur m.a. í samstarfi við Almannaheill staðið fyrir málstofum og fundum, rannsóknum og námskeiðum. Vilji er til þess að halda áfram með málstofur, en fjármagn er af skornum skammti þanng að Fræðasetrið er ekki lengur með sérstakan starfsmann. Guðrún Agnarsdóttir, fv formaður Almannaheilla er fulltrúi Almannaheilla í stjórn Fræðasetursins.
  • 3. Samstarf við aðila sem ekki eru aðilar að Almannaheill: Rætt var um mögulegt samstarf við Rauða kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg með það meðal annars fyrir augum að laða samtökin til aðildar að Almannaheill en einnig til að breikka hópinn sem við náum til.
  • 4. Starfsáætlun Almannaheilla:
  • a. Ár sjálboðaliðans: Stefnt að málþingi um efnið 1. Desember í samstarfi við Fræðasetur þriðja geirans. AÓ, EH, SP, SH og JA undirbúa.
  • b. Undirbúningur lagasetningar: Stefnt að málþingi í febrár eða mars 2012. RÁ, SH og RH undirbúa.
  • c. Úrvinnsla úr Félagaþingi Almannaheilla: JA skoðar efnið.
  • 5. Önnur mál: Ganavistun Almannaheilla. Stefnt að því að safna gögnum á rafrænan hátt á flakkara og einnig á pappír í möppu.

Skildu eftir svar