37. fundargerð 5. október 2011

37. stjórnarfundur, miðvikudaginn 5. október 2011 kl. 09:00 í húsakynnum UMFÍ.

Mættir: Ragna Árnadóttir, formaður, Anna M. Þ. Ólafsdóttir, varaformaður, Hildur Helga Gísladóttir, gjaldkeri, Júlíus Aðalsteinsson, ritari, Guðmundur Magnússon, Bryndís Torfadóttir, Steinun Hrafnsdóttir og Jóhannes Gunnarsson.

Dagskrá:

  • 1. Setning: Ragna Árnadóttir setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
  • 2. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt.
  • 3. Næsti fundur: Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 2. nóvember kl. 09:00-10:30 í húsakynnum Fræðaseturs þriðja geirans í Háskóla Íslands. Á fundinum verður starfsemi Fræðasetursins kynnt.
  • 4. Starfsáætlun Almannaheilla: Ákveðið að ljúka vinnu við starfsáætlunina á næsta fundi. Helstu atriði verða:
  • a. Úrvinnsla úr niðurstöðum Félagsþings Almannaheilla.
  • b. Ár sjálfboðaliðans: Hugað verði að málþingi í tilefni af degi sjálfboðaliðans 5. desember þar sem rætt verði um sjálboðaliðastörf almennt og þann félagsauð sem í því starfi er fólginn.
  • c. Undirbúningur lagafrumvarps (frumvarpa): Áfram verði unnið að undirbúningi lagasetningar.
  • d. Málþing: Ákveðið að vinna að undirbúningi málþings sem fram fari samhliða því að lagafrumvarp um málaflokkinn verði lagt fram.
  • 5. Ráðning starfsmanns: Ekki eru til fjármunir til þess að ráða starfsmann að svo stöddu. Steinunn nefnir mögulegt samstarf við Fræðasetur þriðja geirans um starfsmann. Samþykkt að sækja um styrk til Velferðarráðuneytisins til reksturs samtakanna.
  • 6. Samskipti við aðildarfélög: Anna hefur verið að fara yfir heimasíðuna og fyrirspurnir sem þangað hafa borist. Rætt var hvort setja eigi upp innri vef fyrir aðildarfélög og einnig hvort nauðsynlegt sé að senda fundargerðir stjórnar til félaganna samhliða því að þær séu settar á vefinn.

Fleira ekki rætt

Fundi slitið kl. 10:00

Fundargerð ritaði JA.

Skildu eftir svar