25) Fundur stjórnar Almannaheilla

25.   fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 30. september 2010, kl. 8.30, að Skógarhlíð 8,  Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson,  Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson, Hildur Helga Gísladóttir og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

  • 1. Fram kom að ekki hefur verið lagt fram endanlegt álit nefndar félagsmálaráðherra um lög er varða félagasamtök og sjálfseignarstofnanir. Mun þess vera skammt að bíða.
  1. Formaður skýrði frá því að Velferðarvaktin hyggðist efna til lokaðs málþings um samræmingu í störfum þriðja geirans, einkum er varðar aðstoð við þá hópa sem veikast standa í samfélaginu.  Almannaheillum verður boðin þátttaka.
  2. Rætt var um afstöðu Almannaheilla til boðaðra skattabreytinga ríkisins, sérstaklega hækkunar erfðafjárskatts úr 5% í 10%.
  3.  Rætt um möguleg umræðuefni á málþingi Almannaheilla í haust. Var helst staðnæmst við skattamál.
  4. Ákveðið að leita eftir verkefnistjóra fyrir samtökin. Er miðað við að starfsmaðurinn vinni að því að koma málstað Almannaheilla á framfæri, túlka málstaðinn fyrir áhrifafólki og fjölmiðlum. Þá kanni hann möguleika á að íslensk almannaheillasamtök tengist evrópsku ári sjálfboðaliða á næsta ári.
  • 6. Næsti fundur stjórnar verður haldinn þ. 21. október kl. 8.30.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.05.

Skildu eftir svar