23) Fundur stjórnar Almannaheilla

23.   fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn miðvikudaginn 23. júní 2010. kl. 8.30, að Skógarhlíð 8,  Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson,  Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

  • 1. Guðrún Agnarsdóttir, formaður, gerði tillögu um að stjórnin skipti eins með sér verkum og á síðasta starfsári. Var það samþykkt samhljóða. Eva Þengilsdóttir er varaformaður, Kristinn H. Einarsson er gjaldkeri og Jónas Guðmundsson er ritari.
  1. Farið var yfir upplýsingar sem nefnd fjármálastjóra KÍ og Blindrafélagsins er að safna fyrir stjórnina um tekjur sem aðildarfélög Almannaheilla fá frá opinberum aðilum og skatta og gjöld sem þau greiða. Einungis sex aðildarfélaganna hafa skilað inn upplýsingum. Verður ítrekuð beiðni til annarra félaga. Rætt var um hvernig rétt væri að stilla þessum samanburði á tekjum og gjöldum upp. Sérstaklega var rætt hvort reikna ætti tekjuskatta sem starfsmenn félaganna greiða af launum sínum. Í ítrekunarbréfi verður til viðbótar við fyrri upplýsingar sem beðið var um, að félögin skili inn upplýsingum um, beðið um heildarfjárhæð staðgreiðslu sem félögin hafa skilað til ríkisins vegna launa.

Þessum lið hefur verið bætt inn í skjalið sem fylgir með. Einnig hafa komið fram spurningar um fjármagnstekjuskatt og hefur þeim lið verið bætt við sérstaklega.

  • 3. Ritari gerði grein fyrir fundi sem hann sótti fyrir hönd Almannaheilla hjá Velferðarvaktinni, samstarfsvettvangi opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka. Var þar rætt um hugmyndir um stofnun sjálfboðaliðamiðstöðvar, sem margir telja ástæðu til að koma á fót vegna efnhagsástandsins í landinu. Komu fram á fundinum raddir um að Almannaheill tækju að sér veigamikið hlutverk í slíkri miðstöð. Ritari mun gera grein fyrir þessum hugmyndum og senda aðildarfélögunum. Stjórnarmenn lýstu áhuga á að skoða þessa hugmynd alvarlega og ræða hana með haustinu á vettvangi aðildarfélaganna.
  • 4. Jónas Þórir sagði frá átaki sem ungt fólk stendur fyrir til að ýta undir fyrirmyndir í samfélag­inu. Verður fólk hvatt til að skrifa þeim bréf sem þeir telja til fyrirmyndar. Tilefni átaksins er 30 ára afmæli kosningar Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.15.

Skildu eftir svar