21) Fundur stjórnar Almannaheilla

21.   fundur stjórnar Almannaheilla. samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2010. Kl, 8.30, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson,  Eva Þengilsdóttir og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

  • 1. Rætt um nokkur álitamál varðandi siðareglur Almannaheilla. Voru reifaðar mögulegar breytingar á þeim drögum sem fyrir liggja. Eva mun útfæra þær og senda til stjórnar.
  • 2. Ákveðið að tilnefna sömu aðila í uppstillinganefnd og skipuðu nefndina fyrir síðasta aðalfund. Muni hún gera tillögur fyrir aðalfund 19. maí.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15

Skildu eftir svar