18) Fundur stjórnar Almannaheilla

18.   fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 4. febrúar 2010, kl, 8.30, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson,  Kristinn Halldór Einarsson og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

1.      Rætt var um bréf sem formaður hefur skrifað nokkrum almannaheillasamtökum með áskorun um að fleiri þeirra gerist formlegir aðilar að Almannaheillum. Er í bréfinu undirstrikuð nauðsyn á samstöðu um nokkur hagsmunamál almannaheillasamtaka,  sem lögð voru til grundavallar við stofnun heildarsamtakanna, og eru brýn við núverandi kreppuaðstæður.  Gengið verður frá bréfinu fljótlega.

2.      Farið yfir þróun vefsíðu samtakanna, almannaheill.is. Tengja þarf vefsíður aðildarsamtakanna betur við síðuna, þannig að fréttir berist reglulega með RSS-stream. Hnappur til að setja á forsíður aðildarsamtakanna og tengir þær við almannaheill.is, er tilbúinn til sendingar til þeirra sem hafa áhuga á honum.

3.      Varaformaður kynnti drög að siðareglum Almannaheilla. Nefnd hefur unnið að reglunum. Farið verður yfir drögin og þau síðan send út til umsagnar hjá aðildarsamtökunum.

4.       Fjármálastjóri Krabbameinsfélagsins og framkvæmdastjóri Blindrafélagsins eru að semja spurningar með hliðsjón af úttekt Blindrafélagsins á skattgreiðslum og fleiru sem rennur frá Blindrafélaginu til ríkisins. Þessar spurningar verða svo sendar fjármála-/framkvæmdastjórum aðildarsamtaka Almannaheilla en bornar undir stjórn áður. Verður þessari vinnu haldið áfram.

5.      Rætt um efni ráðstefnu sem Almannaheill munu efna til á næstunni. Er ætlunin að ræða um nokkur mál sem brenna á félagasamtökum um þessar mundir. Lögð verður áhersla á að ráðstefnan skarist ekki við fyrirhugað stefnumót heilbrigðisráðherra og almannaheillasamtaka.

6.    Unnið er að því að setja saman dagskrá fyrir starfsemi samtakanna fram á sumar, s.s. stjórnarfundi, ráðstefnu, hádegisfundi, heimsóknir frá og til áhrifafólks og aðalfund.

7.       Næsti stjórnarfundur verður haldinn 18. febrúar kl. 8.30.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.10.

Skildu eftir svar