15) Fundur stjórnar Almannaheilla  

  • 15. fundur stjórnar Almannaheilla. samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 8. október 2009. kl. 8.30, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Einar Haraldsson,  Eva Þengilsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Kristinn H. Einarsson, Júlíus Aðalsteinsson,  og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Gestir fundarins voru: Gunnar E. Kvaran, blaðamaður, Guðmundur Magnússon, Öryrkjabandalagi Íslands, Ragna K. Marinódóttir, Umhyggju, Hrefna Sigurjónsdóttir, Heimili og skóla.

Þetta var gert:

•1.       Gunnar E. Kvaran fræddi fundarmenn um möguleika almannaheillasamtaka á að koma málefnum á framfæri í íslenskum fjölmiðlum. Kom margt gagnlegt fram í máli hans. Lagði hann áherslu á að ná tengslum við starfsmenn fjölmiðla, og fylgja eftir fréttum sem samtök senda frá sér.

•2.       Rætt um næstu aðgerðir til að efla sambönd Almannaheilla við fjölmiðla, bjóða ritstjórum á fundi stjórnar og e.t.v. að heimsækja skrifstofur helstu fjölmiðla.

•3.       Haldið áfram umræðu frá síðasta fundi um  siðareglur fyrir almannaheillasamtök. Nefndir voru þrír einstaklingar til að sitja í vinnunefnd um siðareglur, Guðrún Snorradóttir, Anna M. Þ. Ólafsdóttir og Þuríður Hjartardóttir.

•4.       Á milli stjórnarfunda hafa farið fram viðræður við Ómar Kristmundsson og Steinunni Hrafnsdóttur um ráðstefnu um málefni almannaheillasamtaka. Ákveðið að halda þeim áfram fram að næsta fundi.

•5.       Rætt um drög að ályktun til birtingar í fjölmiðlum í tilefni af framkomnu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Er þar varað við fyrirætlunum um að draga úr stuðningi við almannaheilla­samtök. Þau glími við mikilvæg verkefni sem rætur eiga að rekja til efnahagskreppu þjóðarinnar. Nánar verður gengið frá ályktuninni með tölvusamskiptum stjórnarmanna og fulltrúa aðlidarsamtaka.

•6.       Næsti stjórnarfundur verður boðaður með fyrirvara.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.00.

Skildu eftir svar