- 14. fundur stjórnar Almannaheilla. samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 1. október 2009. kl. 8.30, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Einar Haraldsson, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson, Eva Þengilsdóttir og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
•1. Rætt um fyrirkomulag við að koma fréttum inn á vefsíðu samtakanna. Ekki var talið hægt að láta fréttir fljóta sjálfkrafa inn á vefsíðuna af vefsíðum aðildarfélaganna (RSS feed). Athugað verður að gefa aðildafélögum aðgang að fréttahluta vefsíðunnar með lykilorði. Einnig verður hægt að senda fréttir til vefstjóra.
Samþykkt að gera rafrænt fréttabréf með efni af vefsíðunni og senda reglulega út til áskrifenda.
Þá verður samið við Outcome um að gera hnapp með krækju á vefsíðu Almannaheilla sem aðildarfélögin geta sett á sínar vefsíður.
•2. Áfram rætt um ráðningu framkvæmdastjóra og ákveðið að leita að einstaklingi með reynslu af fjölmiðlum.
•3. Rætt um siðareglur fyrir almannaheillasamtök. Ákveðið að setja saman nefnd áhugasamra einstaklinga til að gera tillögu að grunnreglum sem einstök félög gætu útfært fyrir sína starfsemi. Leitað verður að einstaklingum á milli funda og stefnt að skipun nefndarinnar á næsta stjórnarfundi.
•4. Framhaldið umræðu um ráðstefnu um málefni almannaheillasamtaka. Evu falið að ræða við Ómar Kristmundson dósent við HÍ og kanna möguleika á samstarfi við HÍ og HR um ráðstefnuna. Til tals hefur komið að Almannaheill tengist athafnaviku HR í nóvember.
•5. Farið yfir hugmyndir að ályktun samtakanna um minnkandi stuðning hins opinbera við félagasamtök.
•6. Næsti stjórnarfundur verður haldinn 8. október, kl. 8.30, að Skógarhlíð 8. Ákveðið að bjóða Árna Þórði Jónssyni blaðamanni á fundinn til ræða um aðgang félagasamtaka að fjölmiðlum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.05.