13) Fundur stjórnar Almannaheilla 10.09.2009

  • 13. fundur stjórnar Almannaheilla. samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 10. september 2009. kl. 15.00, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Kristinn H. Einarsson, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson, Eva Þengilsdóttir og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

•1.       Lokið við að skipta verkum í nýkjörinni stjórn:

  • Eva Þengilsdóttir var kjörin varaformaður
  • Kristinn H. Einarsson var kjörinn gjaldkeri
  • Jónas Guðmundsson var kjörinn ritari

•2.       Farið var yfir drög að ályktun um skattamál. Ákveðið að útvíkka ályktunina þannig að hún taki til almennrar stöðu almannaheillasamtaka gagnvart hinu opinbera. Ritara falið að gera tillögu að texta.

•3.       Rætt um að hvetja fjármálastjóra/gjaldkera aðildarsamtaka til að hittast og ræða samantekt á fjármálalegum tengslum almannaheillasamtaka við opinbera aðila. Mun formaður hlutast til um að hópurinn komi saman.

•4.       Farið yfir helstu verkefni haustsins hjá samtökunum:

  • 1. Koma fræðsluefni um félagasamtök inn á heimasíðu Almannaheilla.
  • 2. Undirbúa málþing um stöðu almannaheillasamtaka í kreppunni
  • 3. Leggja drög að siðareglum fyrir félagasamtök
  • 4. Athuga möguleika á að halda dag félagasamtaka í samvinnu við fjölmiðla
  • 5. Efna til umræðu við fjölmiðlafólk um aðgang almannaheillasamtaka að fjölmiðlum

•5.       Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu samtakanna. Ákveðið að leggja drög að því að ráða framkvæmdastjóra í hlutastarf í nokkra mánuði.

Fundi slitið kl.  Kl. 16.30. Næsti fundur verður haldinn 1. október kl. 8.30.

Skildu eftir svar