Stjórnarfundur Almannaheilla, 3. desember 2015

Stjórnarfundur Almannaheilla, 3. des 2015

Mætt Ketill, Ragnheiður, Þóra, Þröstur. Þórarinn, Jónas og Jón, sem ritaði fundargerð.

  1. Aðildarumsóknir. Ketill gerði grein fyrir að á síðasta fundi hefði verið sett á inntökunefnd, Þröstur gerði grein fyrir starfi nefndarinnar frá síðast, farið hefur verið yfir eina umsókn, sem borist hefur, frá Blátt Áfram. Skrifleg greinargerð inntökunefndar verður send á stjórn. Stjórnarmenn samþykkja álit nefndarinnar, sem mælir með aðild enda uppfylli samtökin skilyrði, með litlum athugasemdum, sem komið verður á framfæri sem ábending. Ákeðið að boða þau félög, sem samþykkt hafa verið af stjórn saman á einn stjórnarfund Almannaheilla.
  2. Störf málefnahópa.
    1. Ragnheiður, hefur ekki gengið að fá hópinn um lagafrumvarp saman, Ketill og Ragnheiður hafa rætt um hvernig rétt er að standa að “lobbyisma” vegna málsins. Sent hefur verið bréf til Fjármálaráðuneytis með fyrirspurn um meðferð á skattalegum afslátum ofl., sem m.a. hefur verið gefið út af ráðherra og hvort þetta verði ekki tengt frumvarpinu um FTA. Ketill hefur innt eftir stöðu frumvarpsins í Atvinnuvegaráðuneytinu, ekki er neitt að frétta þar. Þóra spyr um undanþágur af VSK greiðslum sem sum félög njóta af vissum þáttum. Rætt um að leita til skattayfirvalda / ráðuneytis um þessar undanþágur. Þóra er að vinna að þessu fyrir sitt félag og mun kynna það fyrir stjórn, sem myndi taka málið áfram. Ragnheiður greindi frá fundi, sem hún og Ketill áttu með Sif Friðleifsdóttur til að leita ráða varðandi lobbyisma, sem ma leiddi til samtals við Félagsmálaráðherra, sem er vel inni í málinu og tekur vel í erindi Almannaheilla. Ketill veltir fyrir sér hvaða leið sé að “hjörtum” Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, þar sem Framsóknarflokkurinn virðist betur upplýstur og meira áhugasamur. Rætt um að stjórnarmenn beiti sínu tengslaneti inn á Alþingi til þess að koma málinu á dagskrá. Skilaboðin eru einfaldlega þau að drögin að frumvarpinu liggi fyrir og að stjórn Almannaheilla telji um þau breiða sátt í þjóðfélaginu, en málið þurfi að komast á dagskrá ráðherra og þings til afgreiðslu.

    2. Jónas fór yfir stöðu kynningarmála. Einar er að vinna í tæknilegum veflausnum og Bylgja að vinna með hugmyndir um notkun á Facebook. Rætt um uppfærslu á póstlista fyrir fréttabréf, hver og einn stjórnarmaður muni koma því í kring að stjórnarmenn viðkomandi félags verði á póstlistanum, að sjálfsögðu með upplýstu samþykki viðkomandi félags.
    3. Verkefni málefnahóps um fjölgun félaga, innra starf og fræðslu. Síðan síðast var haldinn hádegisverðarfundurinn, sem allir hafa lýst mikilli ánægju með.
  1. Málþingið.

Þótti takast vel og var mikil ánægja með það.

  1. Önnur mál

Rætt um tengsl við aðildarfélög Almannaheilla. Ketill veltir upp spurningunni um hvort og hversu vel stjórnin er tengd aðildarfélögunum milli aðalfunda. Leggur til að hann hafi samband við formenn aðildarfélaga til þess einfaldlega að byggja upp og viðhalda tengslum og trausti og að bjóðast til að koma á fundi til kynningar, skrafs og ráðagerða.

Í tengslum við umræðu um tengsl við aðildarfélög kom upp umræða um hvaða umboð stjórnarmenn hafa og hverra hagsmuna þau vinni að. Sérstaklega var rætt um spurninguna hvort aðild stærri landsamtaka ss. Krabbameinsfélagið, ÖBÍ eða UMFÍ feli í sér aðild aðildarfélaga þessarra samtaka.