Stjórnarfundur Almannaheilla 26, maí 2016

Stjórnarfundur Almannaheilla

26. maí 2016, kl. 15-16 í húsnæði Krabbameinsfélagsins

Fundargerð

 

Mætt voru: Ketill, Ragnheiður, Þóra, Þröstur, Einar, Jónas, Þórarinn og Arnór

 

Dagskrá

  1. Áritun ársreikninga 2015
  2. Inntaka nýrra félaga
  3. Önnur mál

 

  1. Áritun ársreiknings

Stjórnin undirritaði ársreikninga Almannaheilla fyrir árið 2015.

 

  1. Aðildarumsóknir

Fyrir fundinum liggur umsókn Félags lesblindra. Stjórn samþykkti aðild þeirra.

 

  1. Önnur mál

Hádegisfundurinn með Sir Stuart Etherington í Norræna húsinu þann 20. maí sl. þótti takast vel og var mikil ánægja með hann. Undirbúningsnefndinni, með Jónas Guðmundsson, í forsvari þakkað sérstaklega fyrir gott skipulag.

 

Fundur fólksins

Formaður sagði frá að undirbúningur Fundar fólksins, sem fram fer við Norræna húsið 2.-3. september nk., gengi vel. Búið er að tryggja 60% fjármagnsins. Verkefnastjóri hefur verið ráðinn úr hópi 28 umsækjenda. Hún heitir Ingibjörg Gréta Gísladóttir. Vonir standa til að fjármögnunin klárist fljótleg.

 

Ragnheiður Haraldsdóttir, varaformaður Almannaheilla notaði tækifærið og þakkaði stjórnarmönnum fyrir gott samstarf undanfarin ár, en hún víkur nú úr stjórn Almannaheilla. Ragnheiði var þakkað gott samstarf.

 

Ekki fleira gert. Fundi slitið kl. 15.46

 

Fundargerð ritaði Ketill Berg Magnússon