Skattalegt umhverfi þriðja geirans eflt: Málþing Almannaheilla og Vaxandi

Nú er til umræðu frumvarp til laga sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira.

Á rafrænu málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun hjá Háskóla Íslands, 11. febrúar nk. verður frumvarpið í brennidepli. Fjármálaráðaherra ávarpar málþingið, efni frumvarpsins verður kynnt og í lokin verða umræður.

Stjórnvöld hafa stutt við samstarfsverkefni Almannaheilla og Vaxandi í þeim tilgangi að efla félagslegt frumkvöðlastarf og samfélagslega nýsköpun. Hafa ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, formaður Almannaheilla og rektor Háskóla Íslands skrifað undir sameiginlega viljayfirlýsingu þess efnis.

Dagskrá málþings er sem hér segir:

1. Setning málþings, Ómar H. Kristmundsson, prófessor

2. Ávarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra

3. Kynning á frumvarpinu, Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla

4. Umræður