Fundur Almannaheilla 4. febrúar 2016
Mættir: Ketill, Jónas, Þröstur, Þórarinn, Jón og Einar í gegnum Skype. Aðrir höfðu boðað forföll.
- Staða frumvarpsins.
Ketill rifjaði upp fund hans og Ragnheiðar með ráðherra í uphafi árs, þar sem rætt var um að frumvarpið myndi verða lagt fram að óbreyttu á vorþingi. Ráðherra hafði áhyggjur af ályktun SÍBS en niðurstaða viðræðna um hvað rétt væri að gera vegna þess varð sú að starfsmaður ráðuneytisins muni eiga fund með SÍBS, sem verður væntanlega 5. febrúar.
Gert ráð fyrir að stjórn Almannaheilla fylgi málinu eftir þegar það er komið fram í þinginu, m.a. með greinaskrifum ofl.
Rætt um kynningu frumvarpsins við aðildarfélög, sérstaklega um ÖBÍ, þar sem óljóst er um stuðning. Þröstur bendir á formannafund ÖBÍ sem góðan vettvang til kynningar málsins.
- Skýrsla verkefnahópa.
Sýnileikahópur. Jónas gerði grein fyrir stöðunni. Unnið að lagfæringu á vefsíðu félagsins og eins verið að undirbúa kynningu á frumvarpi, vera tilbúin þegar frumvarpið kemur fram. Eins verið rætt um að fá forystumenn aðildarfélaga og annarra áhugaaðila til stuðnings frumvarpsins, m.a. með heilsíðuauglýsingu í blöðum og greinarskrifum.
Ketill lagði til að ákveða að hefja undirbúning að gerð auglýsingar og leita til forystu aðildarfélaga og annarra um þátttöku í henni, með undirritun og kostnaðarþátttöku. Með því yrði um leið hvatt til þess að aðildarfélög kynni sér frumvarpið og taki afstöðu til þess. Stjórn lýsi sig jafnframt til reiðu til kynningar innan félaga. Samþykkt, en endanleg ákvörðun um auglýsingu verður tekin þegar áhugi á þátttöku aðila liggur fyrir. Ketill tekur að sér að gera fyrstu drög á Google Docs.
Jónas kynnti drög að bréfi til formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga með það að markmiði að kynna samtökin og hvetja til skráningar á póstlista og endurgjafar frá félögunum um starfsemi Almannaheilla. Samþykkt að formaður taki bréfið, lagfæri það og sendi út.
Hópurinn hefur einnig rætt um næsta málþing, hugmynd að ræða fjármál og fjáraflanir félaga. Verður rætt nánar í tengslum við Fund fólksins.
Hópur um innra starf. Hefur ekki náð að hittast. Þó er það að frétta að unnið er að því að fá tillögur frá háskólunum varðandi nám fyrir stjórnendur í almannaheillafélögum. Jón benti á að UMFÍ er með nokkuð öflugt fræðslustarf á sviði leiðtogafræðslu ofl. og er fræðslunefnd UMFÍ nú í samstarfi við fræðslunefnd ÍSÍ um þróun á leiðtogafræðslu. Rætt um möguleikan á að tengja/virkja fræðslunenfndir aðildarfélaga, þar sem þær eru virkar við þá vinnu, sem Almannaheill er að vinna að á þessu sviði.
Hópur um samskipti útávið. Stefnt að fundi í næstu viku.
- Fundur fólksins.
Unnið að því að undirbúa næsta fund fólksins. Ketill upplýsti að hann hefur óskað eftir því við ríkið, Reykjavíkurborg, ASÍ, SA, SÍS um að taka þátt í fundinum og greiða kostnaðinn, sem búast má við að verði svipaður og síðasta ár, 9 mkr. Takist að ná fram samstarfi þessarra aðila er næsta skref að setja stýrihóp á og ráða verkefnisstjóra.
Líklegt er að fundurinn verði í byrjun september.
Fundarmenn þakka Katli fyrir að taka frumkvæði í því að halda uppi merkjum fundarins og hvetja til þess að af honum verði aftur.
- Önnur mál.
Jónas hefur ekki innheimt félagsgjöld, en það verður gert á næstunni. Rætt um kynningu til nýrra félaga eins og ákveðið hefur verið. Ketill veltir fyrir sér hugmynd að “nýliðaprógrammi”, etv. námskeið eða seminar. Eins rætt um boð á fund stjórnar, miðlun gagna á vefnum. Ketill mun boða ný félög á næsta fund.