Bætt skattaumhverfi

Skattaafsláttur og niðurfelling erfðaskatts af gjöfum til almannaheillasamtaka
Almannaheill vekur athygli forsvarsmanna almannaheillasamtaka á því að 19. desember síðastliðinn voru á alþingi samþykktar mikilvægar breytingar á skattalögum.

Nú geta fyrirtæki styrkt almannaheillasamtök um allt að 0,75% af heildarveltu sinni og fengið þá upphæð frádregna frá tekjuskatti. Einnig hefur erfðafjárskattur af gjöfum til almannaheillasamtaka verið felldur niður.

Sjá hér nýju skattalögin.

Almannaheill fagnar þessum breytingum á rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka, enda er hér um verulega búbót að ræða fyrir fagleg almennaheillafélög sem standast skilyrði laganna.

Við munum áfram berjast fyrir bættu rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka og teljum mikilvægt að alþingi samþykki á næstu vikum frumvarp um heildarlög fyrir almannaheillasamtök. Sú mikilvæga réttarbót sem felst í slíku frumvarpi hefur verið baráttumál Almannaheilla frá stofnun samtakanna. Frumvarpið hefur verið í smíðum hjá fleiri en einni ríkisstjórn, en er hluti af félagarétti sem tilheyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Forsvarsfólk Almannaheilla fundaði á dögunum með iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, og eru eftir þann fund bjarsýn á að ný heildarlög um almannaheillasamtök líti brátt dagsins ljós.

Sjá hér fréttir af málþingi Almannaheilla um frumvarpið.