Fundargerð stjórnar Almannaheilla, 5. febrúar 2015
Mætt voru:
Ólafur Proppé, Ketill Magnússon, Jónas Guðmundsson, Hildur Helga Gísladóttir, Þórarinn Þórhallsson, Jón Pálsson
Fundarefni – dagskrá:
1. Fréttir af fundi norænna almannaheillasamtaka í Osló 29. jan. sl.
Á fundinum voru fulltrúar 3ja samtaka í Skandinavíu, Virke í Noregi (http://www.virke.no), Famna í Svíþjóð, (http://www.famna.se) og Selveje í Danmörku (finn ekki heimasíðu). Finnar komu ekki.
a. Skipulag norrænnar samvinnu almannaheillasamtaka
Öll eru með víðari grunn en Almannaheill, en starfa etv. meira sem atvinnulífssamtök sjálfseignastofnana í almannaþágu. Ekki voru lög um slík samtök eins og verið er að vinna að hér á landi (eru til í Finnlandi).
b. Norræn ráðstefna í janúar 2016. Sagt frá því að unnið sé að skýrslu um norræna Non-profit starfsemi. Noregur leiðir starfið en það er samstarf við hin löndin. Sigrún Hrafns er fulltrúi Íslands í verkefninu. Stefnt að því að halda ráðstefnu þegar þessi skýrsla liggur fyrir.
Nokkur umræða um mismunandi módel eftir löndum og hvort sjálfseignastofnanir eigi erindi inni í Almannaheillum, eins og virðist algengt í Skandinavíu. Almenn jákvæðni fyrir þátttöku Almannaheilla í Norrænu samstarfi. Rætt um að starfsemin verði eins og Norræna ráðherranefndarstarfið og fylgi forystan henni, þannig að nú færist boltinn frá Íslandi til Danmerkur.
2. Viðtal við Eygló Harðardóttur 21. jan. sl. Ólafur og Jónas hittu Eygló og ræddu almennt um málin. Jákvæður fundur, rætt um “földu peningana ofl”. Hún sagðist hafa þrjú megináherslusvið, 1) Húsnæðismál, 2) Málefni heimilanna og 3) Málefni 3ja geirans.
3. Fréttir af frumvarpi til laga um almannaheillasamtök. Ólafur, Jónas og Ketill áttu fund með Ragnheiði Elínu, fundurinn frestaðist, en Sigurbjörg, lögfræðingurinn, sem vann með nefndinni hiti þá og upplýsti um að nefndin myndi klára frumvarpið á næstu dögum / fáu vikum. Hún taldi meðferð skattayfirvalda ekki myndi trufla og var bjartsýn á að frumvarpið fari inn á vorþing og sé í jákvæðum farvegi.
4. Málþing Almannaheilla um mannauðsstjórnun í félagasamtökum 25. feb. n.k. Ketill kynnti auglýsingu og rætt um að koma henni áfram á Facebook síðunni og sem rafrænt fréttabréf. Fréttabréfið fer út núna. Stjórnarmenn fylgi eftir skv. “to-do lista” vegna Facebook kynningar og póstlista, sem Ketill sendir á stjórn.
5. Ný heimasíða Almannaheilla. Ketill kynnti hana fyrir fundarmönnum. Samþykkt að setja hana í loftið núna og hvetja stjórnarmenn til að koma henni sem víðast á framfæri, bæði með Facebook “like-um” og öðrum hætti.
6. Fréttabréf Almannaheilla (staða mála). Fréttabréfið er tilbúið. Rætt um innihaldið, laga aðeins millifyrirsögn. Verður sent út á stjórn, formenn og frmkvæmdastjóra allra aðildarfélaga, þarf að skrá menn inn á póstlistann.
7. Samskipti við aðildarfélög (bæklingur, fréttabréf, félagsfundur?). Búið að ræða um bækling og fréttabréf. Rætt um að halda etv. félagsfund ef fréttir berast af frumvarpinu.
8. Fjölgun aðildarfélaga fyrir aðalfund 2015. Jónas og Ólafur lögðu fram lista yfir möguleg samtök. Samþykkt að vinna eftir honum og að stjórnarmenn geti bætt á listann aðilum, sem æskilegt væri að bæta við.
9. Önnur mál.
Rætt um skýrslu velferðarvaktarinnar og að stjórnin ætti að fylgja eftir þeirri ábendingu og umfjöllun, sem er um frjáls félagasamtök í henni. Hugmyndir um að skrifa greinar, en síðast en ekki síst mikilvægt að byggja upp og viðhalda góðu sambandi við velferðarvaktina.
Fundi slitið kl 10:50. Fundarritari Jón Pálsson