Efling samfélagslegrar nýsköpunar – undirritun viljayfirlýsingar

Þann 21. nóvember næstkomandi mun fara fram í sal Þjóðminjasafnsins undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda, Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Háskóla Íslands um að ganga til samstarfs um eflingu samfélagslegrar nýsköpunar.

Vaxandi – miðstöð samfélagslegrar nýsköpunar innan Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands mun taka þátt í samstarfinu fyrir hönd Háskóla Íslands. Á grunni viljayfirlýsingarinnar verður unnið sameiginlega að því að skapa félagasamtökum aukna möguleika á að starfa að samfélagslegum umbótum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans munu flytja stutt ávörp af þessu tilefni.

Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf, mun ræða hlutverk íslenskra almannaheillasamtaka í félagslegri nýsköpun og Lars Hulgaard, prófessor við Háskólann í Hróarskeldu og alþjóðlega þekktur fyrirlesari, mun fjalla um mikilvægi félagslegra frumkvöðla.

Fundarstjóri verður Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Dagskrá:
10:00 Setning fundar: Ómar Kristmundsson, prófessor.
10:15 Undirritun viljayfirlýsingar.
Stutt ávörp flytja Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jónas Guðmundsson, formaður stjórnar Almannaheilla.
10:30 Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor.
„Hlutverk almannaheillasamtaka í félagslegri nýsköpun á Íslandi.“
10:45 Lars Hulgaard, prófessor við Háskólann í Hróarskeldu og stofnandi og forstöðumaður „Centre for social entrepreneurship, Roskilde University.“
„Social innovation in civil society context”.
11:30 Fundarlok.