Almannaheill styrkir þátttöku á Lýsu

Almannaheillafélög geta sótt um styrk fyrir kostnaði vegna þátttöku
 
Á aðalfundi Almannaheilla í mai sl. var samþykkt að ráðstafa kr. 500.000 til þátttöku á Lýsu, áður Fundi fólksins, sem haldin verður á Akureyri 7.- 8. september nk. Gefst aðildarfélögum Almannaheilla nú kostur á að sækja um styrk til stjórnar Almannaheilla vegna kostnaðar við þáttöku í Lýsu. Er styrkurinn bundinn við þau félög sem taka þátt í Lýsu.
 
Gert er ráð fyrir að 15 styrkir að að upphæð kr. 33.000 hver verði til úthlutunar og verði eftirspurnin meiri gangi þau félög fyrir sem eiga erfiðara með að standa undir kostnaði við þátttöku. Áhugasmir fylli út umsókn með hlekk hér að neðan fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 31. ágúst.