Almannaheill – 10 ára afmælishátíð

Almannaheill – samtök þriðja geirans fagna 10 ára afmæli sínu með hátíðarviðburði þann 7. nóvember 2018.

Dagskráin er einföld. Eftir stutt ávarp formanns Almannaheilla mun forseti Íslands afhenta viðurkenninguna Fyrirmynd 2018 sem veitt er félagasamtökum til almannaheilla sem starfa af fagmennsku og skipuleggja starfsemi sína með gagnsæi, skilvirkni með góða þjónustu og siðferði að leiðarljósi.

Að því loknu fögnum við saman árangri félagasamtaka í landinu og bjóðum uppá léttar veitingar.

Tími: 7. nóvember kl. 17.00 – 18.30
Staður: Veröld – hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík
Fyrir hverja: Alla sem áhuga hafa á að efla félagasamtök til almannaheilla, ókeypis aðgangur. Skráið þátttöku svo við getum skipulagt okkur.

 

Ég mæti í 10 ára afmæli Almannaheilla

 

Hlökkum til að sjá þig!