Aðalfundur Almannaheilla 2021

Stjórn Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, boðar til aðalfundar samtakanna. Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. júní nk. kl. 15:30 að Urriðaholtsstræti 14, Garðabæ.  

Fundarstjóri verður Bryndís Snæbjörnsdóttir.

Í lögum samtakanna segir:

4. gr
Aðalfundur Almannaheilla fer með æðsta vald og ákvörðunarrétt í málefnum samtakanna. Skal hann að jafnaði haldinn fyrir 15. júní ár hvert. Senda skal út fundarboð til aðildarfélaga með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Í aðalfundarboði skal kynna dagskrá, fundartíma og fundarstað. Aðalfundurinn telst lögmætur ef löglega er til hans boðað.

5. gr.
Aðildarsamtökin eiga rétt á einum fulltrúa á aðalfundinn hvert. Aðildarsamtök sem greiða félagsgjöld samkvæmt efri þrepum í félagsgjaldaskrá Almannaheilla skulu eiga rétt á viðbótarfulltrúum, einum fyrir hvert þrep.


Á dagskrá aðalfundar er eftirfarandi atriði:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Ávörp gesta
  • Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár og starfið framundan
  • Skýrsla um fjárhag samtakanna
  • Umræður um skýrslur og afgreiðsla ársreiknings
  • Kosning stjórnar og skoðunarmanna 
  • Ákvörðun um gjaldskyldu aðildarfélaga
  • Lagabreytingar
  • Önnur mál