29) Fundur stjórnar Almannaheilla

29.   fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 6. janúar, 2011, kl. 8.30, að Skógarhlíð 8,  Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Bergur Ólafsson, Björgólfur Thorsteinsson,  Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson, Hildur Helga Gísladóttir, Kristinn H. Einarsson, Olga Möller,  Vilmundur Gíslason og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð (með aðstoð Júlíusar á síðari helmingi fundarins).

Þetta var gert:

  • 1. Enn er beðið eftir að nefndarálit um setningu heildarlöggjafar verði gert opinbert. Formaður reynir áfram að fá fund með velferðarráðherra um málið.
  • 2. Rætt var um nýhafið evrópskt ár sjálfboðaliða. Fram kom að Sameinuðu þjóðirnar munu einnig nota árið til að gera sjálfboðaliðum hátt undir höfði, minna með því á sitt sjálfboða­liða­ár fyrir 10 árum. Enn hefur ekki tekist að ná sambandi við stofnanir Evrópusambandsins í gegnum íslensk ráðuneyti vegna þessa máls. Áfram verður að því unnið, í því skyni að koma á samstarfi um atburði og fræðslu er snerta störf sjálfboðaliða. Ef það tekst ekki geta Almannaheill samt sem áður nýtt árið á eigin forsendum.

Samtökin stefna að því að leggja áætlun um verkefni varðandi sjálfboðaliðaárið fyrir sveitarfélög og ríkisstjórn, með vísan til málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um aukinn hlut sjálfboðaliða í lausn á samfélagslegum verkefnum. Í þeirri áætlun þyrfti að koma fram mat á kostnaði við aðgerðir. Æskilegt væri að koma kynningu á sjálfboðaliðastörfum inn í grunn – og framhaldsskóla. Tengja mætti einstök félagasamtök við ákveðna skóla.

Rætt var um að nýta ár sjálfboðaliðans til að lyfta undir kynningu/fræðslu á Almannheillum og félagsstarfi almennt. Koma á framfæri upplýsingum um hvernig frjáls félög eru upp byggð, hverjir vinna vinnuna, og hvað gerist ef félag hverfur af vettvangi. Ennfremur sérstaka fræðslu um fjármál og fjáröflun.

  • 3. Unnið er að áætlun um viðburði og verkefni á vegum Almannaheilla fram á sumar. Er gert ráð fyrir að málþing verði haldið í hverjum mánuði.
  • 4. Rætt var um virðisaukaskatt. Olga sagði frá því að opinberir aðilar, s.s. skólar, hefðu heimild til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af verktöku, t.d. vegna snjómoksturs. Hún lagði til að kannaðir yrðu möguleikar almannaheillasamtaka til sambærilegrar endurgreiðslu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.30.

Skildu eftir svar