28. fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 16. desember, kl. 8.30, að Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson, Hildur Helga Gísladóttir og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.
Auk þeirra mætti á fundinn Bergur Ólafsson, nýráðinn verkefnisstjóri Almannaheilla.
Þetta var gert:
- 1. Formaður bauð Berg Ólafsson velkominn til starfa. Er hann ráðinn til ýmissa verkefna Almannaheilla með verktakasamningi til 6 mánaða. Ekki síst verður það verkefni hans að undirbúa nýjan stofnssamning þegar núgildandi samningur rennur út í vor og vinna að fjölgun aðildarfélaga.
- 2. Rætt var um helstu verkefni samtakanna næstu mánuðina. Ætlunin að halda nokkur málþing um málefni sem brenna á félagasamtökum, svo sem um sjálfboðaliða, um fjármál og um lög er varða starfsemi almannaheillasamtaka.
Þá þarf ennfremur að halda stefnumótunarfundi með aðildarfélögum, rita blaðagreinar um samtökin, opna fésbókarsíður og auka við efni á vefsíðu samtakanna.
- 3. Næsti fundur stjórnar verður boðaður í janúar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.05.