112 manns á málþingi um gagnsemi frjálsra félagasamtaka

Una María Óskarsdóttir fjallaði um meistaraverkefni sitt: Tengsl félagsauðs við heilsufar . Kom fram að mikil og jákvæð tengsl væru á milli þess að eiga aðild eða vera virkur í félagsstarfi og góðrar sjálfsmetinnar heilsu (sjá glærur).

Björn Þorsteinsson vakti athygli á sambandi ríkis, ráðamanna og almennings og nauðsyn þess að almenningur væri upplýstur og veitti stjórnendum aðhald. Augljóst var að fyrirlestur hans hrærði upp í huga fólks því mikið var spurt (sjá erindi). Ketill Magnússon flutti svo síðasta erindið um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og félaga gagnvart markhópum og almenningi (sjá glærur).

Skildu eftir svar