Almannaheill skora á væntanlega þingmenn

Stjórn Almannaheilla sendi í dag meðfylgjandi áskorun til væntanlegra þingmanna:
Áskorun Almannaheilla  

 

Stjórn Almannaheilla skorar á væntanlega alþingismenn að styðja betur við almannaheillasamtök í landinu. 
Mikilvægt er að fyrirliggjandi frumvarp um fagmennsku og rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka nái fram að ganga sem allra fyrst.
Bæta þarf framtíðarsýn og fyrirkomulag við fjármögnun og úthlutun styrkja til almannaheillasamtaka þannig að þau geti áfram sinnt mikilvægum viðfangsefnum í þágu samfélagsins

 

Samþykkt á stjórnarfundi Almannaheilla þann 25. október 2017.