Sjálfboðaliði ársins

Almannaheill kallar eftir tilnefningu að sjálfboðaliða ársins 2024.

Starf sjálfboðaliða er víða í samfélaginu og ekki síst innan almannaheillafélaga.

Valið á sjálfboðaliða ársins er liður í að þakka þeim fjölmörgu sem leggja til af sínum tíma og orku í starfsemi félagasamtaka á ári hverju.

Tekið er við tilnefningum frá félögum innan Almannaheilla til og með 30. nóvember 2024 2024 á netfang félagsins og verður tilkynnt um sjálfboðaliða ársins hjá Almannaheillum á Alþjóðlegum Degi sjálfboðaliðans 5. desember næstkomandi.

Á síðasta ári var Svanhildur Ólafsdóttir valin úr hópi tilnefninga. Svanhildur hefur sem formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu eflt starfsemi félagsins. Svanhildur er einnig ein af máttarstólpunum á bak við fjölskylduviðburðinn „Styrkleikar Krabbameinsfélagsins“, sem haldnir hafa verið á Selfossi síðastliðin tvö ár.

Tómas Torfason formaður Almannaheilla, færir Svanhildi Ólafsdóttur viðurkenninguna sem sjálfboðaliði ársins 2023.

5. desember ár hvert er Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans um allan heim. Deginum hefur verið fagnað frá árinu 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga daginn öllum sjálfboðaliðum. Í tilefni af því ákvað Almannaheill að beina ljósinu að sjálfboðaliðum í tilefni dagsins.

Með tilnefningu þarf að berast eftirfarandi:

• Nafn tilnefnda

• Símanúmer

• Netfang

• Félag/verkefni sem viðkomandi starfar fyrir sem sjálfboðaliði

• Rökstuðningur

• Hlutverk – eitt eða fleiri

• Ábyrgð/verkefni

• Hversu lengi viðkomandi hefur virkur í viðkomandi félagasamtökum á árinu – má vera uppsöfnuð verk.

• Hvað einkennir viðkomandi

• Sá/sú sem tilnefnir • símanúmer /netfang

Ábendingar sendist á almannaheill@almannaheill.is