Vekjum athygli á viðburðaröðinni “ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir” sem Reykjavíkurkademían, Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra, standa fyrir vorið 2022.
Fyrsti viðburðurinn af fimm “HVAÐ ERU SAMFÉLAGSLISTIR?” fer fram miðvikudaginn 16. febrúar kl. 15-17 á Stóra sviði Borgarleikhússins og í beinni útsendingu í streymi. Vegna samgöngutakmarkana þarf að skrá þátttöku á upphafsviðburðinn í Borgarleikhúsinu Tix.is. Þar er sjónum beint að mikilvægi lista við inngildingu (e. Inclusion) allra í samfélagið. Samfélags- og þátttökulistir (e. Community and Participatory Art) leyfa óvæntum röddum að berast og bregða upp myndum af lífum þeirra sem búa við hvers kyns skerðingar og jaðarsetningu. Dagskrá:
François Matarasso, rithöfundur og samfélagslistamaður: A Restless Art – Why participation won, and why it matters. Hin kvika list – hvers vegna þátttaka skiptir máli
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fötlunarlistamaður og sviðshöfundur og Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur: Go for it girl Kýldu á það, stelpa.
Gestgjafarnir Björg Árnadóttir, rithöfundur og félagi í ReykjavíkurAkademíunni og Jóhanna Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Listar án landamæra, leiða samtal í sal og á neti.
Skráning á viðburði fer fram á síðu Öllum til heilla þar sem hægt er að horfa á viðburðina í beinni útsendingu og nálgast upptökur, textaðar og táknmálstúlkaðar frá og með 23. febrúar kl. 12:00. Einnig er hægt að taka þátt í umræðum sem þar fara fram og á FB hópi viðburðaraðararinnar.