Vinnustofa um heimsmarkmiðin miðvikudaginn 2. mars kl. 08:15-11:15 í sal Allsherjarþings í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 77 (4.hæð) 101 Reykjavík
Vinnustofa Almannaheilla og ´Félags sameinuðu þjóðanna fyrir fulltrúa hjá frjálsum félagasamtökum til þess að byrja að kortleggja verkefni sín, tengja við og innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sinni. Markmiðið með vinnustofunni er að þátttakendur nái dýpri þekkingu á þeim markmiðum sem þau tengja við og vinni nánar með þau í tengslum við önnur samtök með svipuð markmið.
Dagskrá
Kl. 08:15 – 08:30 Skráning og kaffi
Kl. 08:30 – 08:50 Ör kynningar frá félögum –Reynslusögur af innleiðingu
Kl. 08:50 – 09:20 Kortlagning á markmiðum
Kl. 09:20 – 09:30 Stutt kaffihlé
Kl. 09:45 – 10:00 Kynning á fyrirkomulagi hópavinnu
Kl. 10:00 – 10:30 Fyrsta umræðulota
Kl. 10:30 – 11:00 Önnur umræðulota
Kl. 11:00 – 11:15 Samantekt og lokaorð
Fundarstjóri: Hildur Helga Gísladóttir, varaformaður Almannaheilla
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 28. febrúar. Skráning fer fram hér: https://forms.gle/zmnvdkWC6oLuTnUB7