Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember 2021
Veittir eru styrkir til verkefna sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á: Menntun fyrir alla (4), Jafnrétti kynjanna (5I, Nýsköpun og uppbyggingu (9) og Aðgerðir í loftslagsmálum (13). Umsækjendur eru hvattir til að líta sérstaklega til undirmarkmiðanna og tilgreina tengingar við þau í umsóknarferlinu. Sjá frekari upplýsingar.