Almannaheill hafa í framhaldi af breytingum á laga- og skattaumhverfi félagasamtaka undirbúið sérstakt bókhaldsnámskeið á netinu fyrir starfsmenn og stjórnendur aðildarfélaga samtakanna. Á námskeiðinu verður fjallað um mikilvægi góðra bókhaldsvinnubragða.
Námskeiðið er haldið með rafrænum hætti á Zoom í samvinnu við Bókhald og kennslu ehf. og er í fjórum hlutum, tvo og hálfan tíma í senn. Kennslutímar eru mánudagana 6., 13., 20. og 27. febrúar frá kl. 9:30 til 12:00. Efnið verður tekið upp og gert aðgengilegt fyrir þátttakendur geti þeir ekki mætt á fyrirfram ákveðnum kennslutímum. Ætlast er til að nemendur séu bæði í mynd og með hljóð til að geta tekið þátt í miðlægri kennslu. Verkefni, sem ætlast er til að nemendur skili, eru unnin í lokin. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal eftir námskeiðið.
Kennari og leiðbeinandi verður Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari og framkvæmdastjóri og eigandi Bókhalds og kennslu ehf., sem hefur langa reynslu af því að þjónusta félagasamtök og aðra aðila með óhagnaðardrifna starfsemi.
Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir eftirfarandi:
- Lög um bókhald, s.s. hvernig á að ganga frá pappírum, merking fylgiskjala og frágangur, geymsla, hvað eru gjöld og hvenær á að færa tekjur.
- Almenn félagasamtök og almannaheillaskrá.
- Upplýsingaskil vegna styrkja.
- Raunverulegir eigendur og samþykktir félagasamtaka.
- Bókhaldskerfi kynnt til sögunnar, hvernig getum við nýtt okkur þau betur?
- Launamiðar og launaútreikningar.
- Ársreikningur, hvað þarf að koma fram í honum?
- Verkefni, laun, deildir, sundurliðanir verkefna
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fá innsýn í bókhalds- og uppgjörsmál síns félags, svo
sem skoðunarmönnum reikninga (trúnaðarmönnum), stjórnarfólki og starfsfólki, ekki síst
framkvæmdastjórum og gjaldkerum stjórna.
Námskeiðið kostar 17.500 kr. á þátttakanda.
Skráning er á https://forms.gle/YeSWRGbGEqfheMos5
Krafa verður stofnuð í heimabanka greiðanda.
Síðasti skráningardagur er 4. febrúar 2023.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hjá Ingu Jónu Óskarsdóttur: bokhaldogkennsla@bokhaldogkennsla.is