FJÖLMENNUM Í HÖRPU Á FIMMTUDAG

FJÖLMENNUM Í HÖRPU Á FIMMTUDAG

Fundur fólksins – ráðstefna Almannaheilla fer fram í Hörpu 13. nóvember á milli klukkan 14:00 - 18:00. Þetta er frábær samvera, samstaða og samtal félaga. Aðildarfélögum Almannaheilla býðst að vera með bás og/eða eigin viðburð á ráðstefnunni endurgjaldslaust.

Stærsti viðburður ársins hjá Almannaheillum fer fram í Hörpu á fimmtudag, ráðstefnan Fundur fólksins. Dagskrá er í Kaldalóni kl.14-18 og kynningarbásar almannaheillafélaga eru opnir allan tímann á Norðurbryggju, sýningarrými fyrir framan ráðstefnusalinn.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og ráðherra félagsmála, Inga Sæland, eru sérstakir gestir í ár.

Ráðstefnan er vegleg í ár og þar býðst einstakt tækifæri fyrir fulltrúa aðildarfélaganna – ykkur – að hitta þar í eigin persónu annað lykilfólk sem hefur eldmóð fyrir uppbyggingu samfélagsins. Þannig náum við saman að efla tengslanetið – fá aðgang að reynslu annarra og deila eigin þekkingu – þannig að hvert og eitt aðildarfélag verði öflugra eftir daginn. 

Almannaheill voru stofnuð til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra aðildarfélaga að vel sé mætt á ráðstefnuna og þar þurfum við saman að leggjast á eitt. Þetta er uppskeruhátíð okkar allra.

Við hvetjum ykkur því til að mæta á svæðið og senda áminningu á félagsfólk, stjórnarmeðlimi, starfsfólk eða velunnara og vini sem hafa áhuga á því að efla kraft og tengsl innan þriðja geirans.

Á síðasta ári höfðu skyndilegar alþingiskosningar óhjákvæmileg áhrif á Fund fólksins sem féll á daginn fyrir kjördag en í ár snúum við aftur tvíefld.

Almannaheill beina því ennfremur til aðildarfélaga að deila upplýsingum um viðburðinn með sínu félagsfólki, bæði á samfélagsmiðlum sínum og á póstlista.

Hér er hlekkur á viðburð á Facebook sem má gjarnan deila sem víðast: 

https://www.facebook.com/events/1282426360320803

Þar sem sætaframboð er takmarkað í salnum þá biðjum við fólk sem ætlar að mæta á fimmtudaginn um að skrá sig:

Hér er hægt að skrá sig á Fund fólksins – Ráðstefnu Almannaheilla

Ráðstefnudagskrá:

Kl. 14:00-14:45 

Ávörp 

  • Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra 
  • Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, formaður Almannaheilla 

Leiðir til að fjármagna almannaheillafélög

  • Bergljót Borg framkvæmdastjóri Gló stuðningsfélags
  • Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ
  • Umræður – spurningar úr sal

Kl. 15:00-15:45 

Almannaheillafélög, atvinnulífið og árangursríkt samstarf

  • Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi
  • Tómas Torfason framkvæmdastjóri KFUM og KFUK
  • Hulda Hjálmarsdóttir og Kristín Þórsdóttir um perluverkefni Krafts
  • Umræður – spurningar úr sal

Kl. 16:00-16:45

Stjórnir og stemning. Hvernig virkjum við fólk til starfa?

  • Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ
  • Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir viðburðastjóri ÍBR
  • Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar
  • Ragnhildur Katla Jónsdóttir upplýsingastjóri Landverndar
  • Umræður – spurningar úr sal

Kl.17-17:30 

Almannaheillafélög – Ómissandi fyrir samfélagið 

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, á samtal við formann Almannaheilla um þýðingu almannaheillafélaga fyrir samfélagið. 

Kl. 17:30-18 

Samhristingur – Ráðstefnugestir fagna góðum degi með spjalli og gleði á ráðstefnusvæðinu

Við vonumst til að sjá sem flesta á fimmtudag!

Fleiri fréttir

FJÖLMENNUM Í HÖRPU Á FIMMTUDAG

Fundur fólksins – ráðstefna Almannaheilla fer fram í Hörpu 13. nóvember á milli klukkan 14:00 - 18:00. Þetta er frábær samvera, samstaða og samtal félaga. Aðildarfélögum Almannaheilla býðst að vera með bás og/eða eigin viðburð á ráðstefnunni endurgjaldslaust.
Nánar →

Bókhaldsnámskeið á netinu fyrir aðildarfélög Almannaheilla

Námskeiðið er haldið með rafrænum hætti í samvinnu við Bókhald og kennslu ehf., sem hefur langa reynslu af því að þjónusta félagasamtök og aðra aðila með óhagnaðardrifna starfsemi.
Nánar →
Tómas og Hildur.

Hildur er nýr formaður Almannaheilla

Hildur Tryggvadóttir Flóvens var kjörin formaður Almannaheilla á aðalfundi félagsins í gær. Hún tekur við keflinu af Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, sem staðið hefur í stefninu síðastliðin tvö ár.
Nánar →
Scroll to Top