Jónas Guðmundsson nýr formaður Almannaheilla

Jónas Guðmundsson hefur verið kjörinn nýr formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Hann er fimmti formaður samtakanna, sem starfað hafa í 10 ár, og samanstanda af á fjórða tug margra af helstu almannaheillasamtökum landsins. Fráfarandi formaður var Ketill B. Magnússon. Jónas er fyrrum rektor háskólans á Bifröst. Hann er fjármálastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann var einn af stofnendum Almannaheilla og hefur setið… Sjá meira →

Frumvarp sem styrkir almannaheillafélög

  Nú hefur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lagt fram í Samráðsgáttina endurskoðuð drög að frumvarpi um almannaheillafélög. Ráðherra hefur undanfarnar vikur átt samráð við Almannaheill um endurskoðunina þar sem sjónarmiðum almannaheillafélaga hefur verið haldið fram. Almannaheill fagna slíku frumvarpi um lagalega umgjörð um þeirra félagaform. Nauðsynlegt er að samþykkja slík lög sem fyrst.   Efnislega fjallar… Sjá meira →

Heimsmarkmiðin fyrir almannaheillafélög

Miðvikudaginn 13. febrúar kl. 16.30-18.00 höldum við kynningarfund fyrir félagasamtök um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.   Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 skýr markmið í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Öll lönd og allir haghafar munu, í gegnum samstarfsverkefni, hrinda þessum markmiðum í framkvæmd. Á þessum fundi verður kynnt hvernig almannaheillafélög og önnur félagasamtök geta lagt sitt af mörkum og fléttað heimsmarkmiðin inn í… Sjá meira →

Skátarnir: Mikilvægt að félagasamtök vinni saman að heimsmarkmiðunum

Bandalag íslenskra skáta hefur þegar hafist handa við að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem nýja táknræna umgjörð allrar starfsemi samtakanna. Í upphafi þróunarvinnunnar horfði starfsfólk út fyrir landsteina og kynnti sér nálgun annarra landssamtaka skáta á heimsmarkmiðunum. Í framhaldi af því var farið í samstarf við dönsku skátana um innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi og voru skátarnir með því samkvæm markmiði 17… Sjá meira →

Ás styrktarfélag: Heimsmarkmiðin fjalla sérstaklega um jaðarsetta hópa

Heimsmarkmiðin og sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tala vel saman, segir Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags. „Ás styrktarfélag berst og hefur barist fyrir réttindum fólks með fötlun, sérstaklega fólks með þroskahömlun, frá því félagið var stofnað 1958. Í heimsmarkmiðunum er talað fyrir almennum réttindum allra og þau eiga að ná til allra jarðarbúa en ekki ákveðinna hópa. Þetta… Sjá meira →

Landvernd: Nýta heimsmarkmiðin við undirbúning nýrra verkefna

„Við hljótum öll að vera sammála um að þetta er heimurinn sem við viljum lifa í,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um ástæðu þess að Landvernd hefur ákveðið að vinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sinni daglegu starfsemi. „Í lögum Landverndar segir að samtökin skuli vinna að sjálfbærri þróun og veita heimsmarkmiðin okkur skýrt leiðarljós um hvað felst í… Sjá meira →

Geðhjálp Fyrirmynd 2018

·       Almannaheill fagnar 10 ára afmæli ·       Tugir þúsunda í almannaheillafélögum ·       Geðhjálp hlaut viðurkenninguna Fyrirmyndin 2018 „Fólk sem gerir aldrei neitt saman er ekki hægt að kalla þjóð,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og vitnaði þar í Jóhannes S. Kjarval í erindi sínu á 10 ára afmælishátíð Almannaheilla – samtaka þriðja geirans – sem fram fór í Veröld, húsi Vigdísar í… Sjá meira →

Almannaheill – 10 ára afmælishátíð

Almannaheill – samtök þriðja geirans fagna 10 ára afmæli sínu með hátíðarviðburði þann 7. nóvember 2018. Dagskráin er einföld. Eftir stutt ávarp formanns Almannaheilla mun forseti Íslands afhenta viðurkenninguna Fyrirmynd 2018 sem veitt er félagasamtökum til almannaheilla sem starfa af fagmennsku og skipuleggja starfsemi sína með gagnsæi, skilvirkni með góða þjónustu og siðferði að leiðarljósi. Að því loknu fögnum við… Sjá meira →

Framúarskarandi félagasamtök – viðurkenning

Almannaheill – samtök þriðja geirans auglýsa eftir tillögum að almannaheillafélagi sem hlýtur viðurkenningu Fyrirmynd 2018.   Viðurkenninguna Fyrirmynd 2018 hljóta félagasamtök til almannaheilla sem starfa af fagmennsku og skipuleggja starfsemi sína með gagnsæi, skilvirkni með góða þjónustu og siðferði að leiðarljósi.   Með viðurkenningunni vilja Almannaheill hvetja félög til almannaheilla til að vanda til starfsemi sinnar og auka þannig fagmennsku… Sjá meira →