Aðalfundur Almannaheilla verður 16. maí 2018

Hér með er boðað til aðalfundar Almannaheilla miðvikudaginn 16. maí kl. 16-18 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík.   Skráðu þig hér á aðalfundinn   Dagskrá – Kosning fundarstjóra, fundarritara. – Ávarp forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur – Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár og starfið framundan. – Skýrsla um fjárhag samtakanna og fjárhagsáætlun. – Umræður um skýrslur og afgreiðsla ársreiknings.… Sjá meira →

Fagmennska til almannaheilla

Grein þessi birtist fyrst í Morgunblaðinu þann 14. apríl 2018   Almannaheillafélög í landinu með tugþúsunda félagsmanna kalla eftir lagalegri umgjörð um þeirra félagaform. Nauðsynlegt er að samþykkja slík lög sem fyrst.   Þegar við, almenningur, fyrirtæki og yfirvöld, styðjum félagasamtök til góðra verka viljum við geta treyst þeim. Við viljum að fólkið eða málefnið sem félagasamtökin starfa fyrir njóti… Sjá meira →

Aðalfundur Almannaheilla

Hér með er boðað til aðalfundar Almannaheilla miðvikudaginn 24. maí kl. 16-18 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík.   Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.   – Kosning fundarstjóra, fundarritara. – Ávörp gesta. – Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár og starfið framundan. – Skýrsla um fjárhag samtakanna og fjárhagsáætlun. – Umræður um skýrslur og afgreiðsla ársreiknings. – Kosning stjórnar… Sjá meira →

Geta Almannaheillasamtök leyst helstu krísur samtímans?

Jon Van Til, fyrrum forseti ARNOVA, alþjóðasamtaka sérfræðinga um málefni þriðja geirans, og ritstjóri Nonprofit and Voluntary Sector Quarterly flytur erindi á morgunverðarfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, 27. apríl um getu almannaheillasamtaka til að takast á við helstu krísur samtímans. Van Til fjallar um þær ógnir sem um þessar mundir steðja að samfélögum á Vesturlöndum og víðar en hann telur að almannaheillasamtök ættu að vera betur en flestir aðrir í stakk búin til að takast á við þessa óheillaþróun. Á sama tíma væri þeim sjálfum víða ógnað af valdhöfum og stórfyrirtækjum. Van til kynnir hugmyndir um hvernig almannaheillasamtök geti með árangursríkum hætti eflt lýðræðisleg gildi og beitt sér á grundvelli þeirra í baráttu fyrir brýnum málefnum samtímans.

 

Akóges salurinn í Lágmúla

Van Til var lengi prófessor í lögum við Rutgers University í Bandaríkjunum, en býr nú bæði þar og í Ungverjalandi. Hann hefur ritað fjölda bóka, sú nýjasta er The Hungarian Patient: Social Opposition to an Illiberal Democracy. Önnur bóka hans fjallar um átökin á Norður-Írlandi, Resolving Community Conflicts and Problems: Public Deliberation and Sustained Dialogue. Hann hefur einnig skrifað þrjár bækur um málefni þriðja geirans, en þekktust af þeim er Growing Civil Society.

 

Fyrirlesturinn verður fluttur í Akoges-salnum við Lágmúla og hefst kl. 8.30. Að honum loknum gefst tækifæri til að varpa fram spurningum og athugasemdum. Fundinum lýkur kl. 10.

 

Skráning á fundinn