Samfélagssetur til útleigu
Forsíða » Um Almannaheill » Samfélagssetur til útleigu
Samfélagssetur til útleigu
Leiga á samfélagssetri til aðildarfélaga
Á skrifstofu Almannaheilla við Urriðaholt 14 í Garðabæ er starfrækt svokallað Samfélagssetur. Þetta er heiti yfir útleigu á rými í húsnæði Almannaheilla til aðildarfélaga.
Samfélagssetrið er hugsað sem skjól fyrir félög sem rekin eru til almannaheilla og eru of litil til að leigja skrifstofuaðstöðu á almennum markaði og fyrir fólk sem undirbýr stofnun slíkra félaga.
Með þessu móti leggja Almannaheill af mörkum í stuðningi við samfélagsbreytingar og samfélagslega nýsköpun í þriðja geiranum með því að skapa vettvang fyrir samstarf við aðildarfélög og milli þeirra sem nýta sér aðstöðuna í setrinu.
Draumurinn er að setrið fóstri samstarf milli félaganna sem starfa í húsinu þegar við á og einnig samstarf við aðildarfélög Almannaheilla.
Í Samfélagssetrinu er skrifborð og góð fundaraðstaða með kaffistofu.
Rukkað er lágt aðstöðugjald.
Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu almannaheill@almannaheill.is.