Öll tungumál barna eru mikilvæg

Móðurmál – samtök um tvítyngi gekk nýlega til liðs við Almannaheill. Að því tilefni heyrðum við í formanni félagsins Renötu Emilsson Peskova og spurðum hana um félagið.   Hvers konar félag er Móðurmál og hver er tilgangurinn? Móðurmál – samtök um tvítyngi eru frjáls félagasamtök sem hafa það að aðalmarkmiði að kenna fjöltyngdum börnum móðurmál þeirra. Móðurmál hefur boðið uppá móðurmálskennslu… Sjá meira →

Þarf að laga umhverfi almannaheillasamtaka?

Þarf að laga umhverfi almannaheillasamtaka? Morgunverðarfundur um fyrirhugaða lagasetningu um félagasamtök til almannaheilla   Tími:               18. nóvember 2015, kl. 8.30 – 10.00 Staður:           Grand Hótel Reykjavík Fyrir hverja:   Allt áhugafólk um félagasamtök til almannaheilla Verð:               Aðeins kr. 2.400 – morgunverður innifalinn Markmiðið með málþinginu er… Sjá meira →

Stjórn Almannaheilla hvetur til afgreiðslu á frumvarpi

Á fundi stjórnar Almannaheilla þann 1. október sl. var samþykkt ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til að afgreiða væntanlegt frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um félög til almannaheilla. Ályktunin er svohljóðandi:   Ályktun Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, um drög að frumvarpi til laga um félagasamtök til almannaheilla 1. október 2015 Stjórn Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, hvetur þingmenn til að afgreiða… Sjá meira →

Sir Stephen Bubb á Málþingi Almannaheilla

Sir Stephen Bubb, framkvæmdasjtóri ACEVO,  samtaka stjórnenda sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi verður aðalræðumaður á málþingi Almannaheilla á Fundi fólksins föstudaginn 12. júní . Sir Stephen hefur áratugareynslu af stjórnun sjálfboðaliðasamtaka. Hann er einnig framkvæmdastjóri Euclid Network, evrópskra samtaka stjórnenda í þriðja geiranum. Hann á sæti í The Commonwealth Foundation’s Civil Society Committee, er stjórnarmaður í The Big Society Trust. Hann var aðlaður fyrir störf sín… Sjá meira →

Málþing Almannaheilla á Fundi fólksins

Í tilefni af Fundi fólksins í Vatnsmýrinni standa Almannaheill – samtök þriðja geirans á Íslandi fyrir málþingi um starfsumhverfi almannaheillasamtaka í íslensku samfélagi. Almannaheillasamtök af ýmsu tagi og sjálfboðaliðar þeirra vinna afar mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu almennings á Íslandi. Skapa þarf þeim starfsskilyrði svo þau geti sett fagmennsku, gagnsemi og réttlæti á oddinn. Tími:                     Föstudagur 12. Júní… Sjá meira →

Ný stjórn kosin á aðalfundi Almannaheilla

Á aðalfundi Almannaheilla – samtaka þriðja geirans þann 1. júní  sl. kom fram að leggja á fram lagafrumvarp um frjáls félagasamtök á vettvangi almannaheilla á komandi haustþingi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði í ávarpi sínu, „það er mikilvægt að skýra réttindi og skyldur félagasamtaka, svo sem um opið bókhald og skattaumhverfi þeirra“. Í drögum að frumvarpinu sem kynnt… Sjá meira →

Velferð með hjálp frjálsra félagasamtaka

Mörg félög sem starfa á vettvangi Almannaheilla leggja áherslu á að veita þeim sem búa við fátækt stuðning og tryggja velferð þeirra með margvíslegum hætti. Því var það afar áhugavert fyrir stjórn Almannaheilla að fá í dag (5. mars 2015) á sinn fund Siv Friðleifsdóttur, sem leiðir starf Velferðarvaktarinnar fyrir félagsmálaráðherra. Nú eiga 35 aðilar fulltrúa í Velferðarvaktinni, og endurspeglast… Sjá meira →

Öflugri saman

Almannaheill eru regnhlífasamtök þriðja geirans Því fleiri almannaheillasamtök sem fylkja sér undir merki Almannaheilla þeim mun öflugri verður rödd þriðja geirans í samfélaginu – þar á meðal gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum. Öflug regnhlífarsamtök þriðja geirans auka þekkingu og skilning stjórnvalda, fjölmiðla og almennings á hlut sjálfoðaliða með hugsjónir, fórnfýsi og ábyrgt skipulag að leiðarljósi í efnahagslegri og samfélagslegri velferð… Sjá meira →

Mannauðsstjórnun í félagasamtökum – málþing 25. febrúar

Almannaheill – samtök þriðja geirans standa fyrir málþingi  um mannauðsstjórnun í félagasamtökum. Eitt af mikilvægustu verkefnum frjálsra félagasamtaka er að virkja fólk til góðra verka. Stjórnun sjálfboðaliða felur í sér ýmsar áskoranir þegar kemur að því að ráða, þjálfa og leiða fólk áfram að sameiginlegu markmiði, oft í flóknum og erfiðum verkefnum. Almannaheill hefur fengið valinkunna fræðimenn og fólk með mikla reynslu… Sjá meira →

Vel heppnaður aðalfundur, ný félög og staða lagafrumvarps

Aðalfundur Almannaheilla – samtaka þriðja geirans var haldinn þann 12. júní 2014. Auk hefðbundina fundarstarfa voru staðfest fjögur ný aðildarfélög; Barnaheill, Landssamband eldri borgara, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) og Skógræktarfélag Íslands og þau boðin hjartanlega velkomin til liðs við Almannaheill. Með þessum félögum eru aðildarfélög Almannaheilla orðin 24, en auk þessara fjögurra eru aðildarfélögin: Blindrafélagið,  Bandalag íslenskra skáta, Gróður… Sjá meira →