Frestur til að sækja um styrki til verkefna á sviði velferðarmála framlengdur

Félagsmálaráðuneytið hefur framlengt umsónafrest félagasamtaka til að sækja um styrki til verkefna á sviði velferðarmála til 22. nóvember. Veittir eru styrkir til afmarkaðra verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum ráðherra hverju sinni. Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Þá má meðal annars veita til… Sjá meira →

Kynjaþing 13. nóvember

Kvenréttindafélagið aðildarfélag Almannaheilla stendur að þremur viðburðum á Kynjaþingi 2021 sem verður haldið næsta laugardag 13. nóvember kl. 13 í Veröld húsi Vigdísar. Kynjaþing er samráðsvettvangur samtaka sem starfa að jafnrétti og mannréttindum. Fullt aðgengi er að kynjaþingi og ókeypis aðgangur. Við minnum á grímuskyldu og hvetjum öll til að fara í hraðpróf eða heimapróf áður. Hægt er að sjá… Sjá meira →

Samkomulag um kynningu á heimsmarkmiðunum

Þann 8. nóvember síðastliðinn gerðu verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Almannaheill og Félag Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á Íslandi með sér samkomulag um kynningu á heimsmarkmiðunum fyrir félagasamtökum. Samkomulagið felur í sér að staðið verði fyrir a.m.k. 4 fræðslufundum og að Almannaheill miðli upplýsingum á vef sínum og kanni vitun félaga sinna um heimsmarkmiðin í árlegri könnun sem næst fer… Sjá meira →

Nýtt lagaumhverfi og hvað svo?

Hér er linkur á upptöku frá Fundi fólksins á kynningu Ómars H. Kristmundssonar prófessors á nýju laga- og starfsumhverfi almannaheillasamtaka sem tók gildi 1. nóvember síðastliðinn. Ómar fjallar meðal annars um hvernig breytingarnar fela í sér aukna hvatning til fyrirtækja og einstaklinga til þess að styðja við almannaheillastarfsemi. Sjá meira →

Almannaheillasamtök bíða eftir útfærslum á lögum sem gengin eru í gildi og breyta verulega starfsumhverfi samtakanna

Þann 1. nóvember sl. urðu merkileg þáttaskil í þróun starfsumhverfis samtaka sem vinna að almannaheill á Íslandi. Þá gengu í gildu ný lög um félög til almannaheilla og jafnframt nýjar og að mörgu leyti gjörbreyttar reglur um skattgreiðslur þessara samtaka og skattalega hvata til að fyrirtæki og einstaklingar styði slíka almannaheillastarfsemi í ríkari mæli en áður. Vonir standa til að… Sjá meira →

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember 2021 Veittir eru styrkir til verkefna sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á: Menntun fyrir alla (4), Jafnrétti kynjanna (5I, Nýsköpun og uppbyggingu (9) og Aðgerðir í loftslagsmálum (13). Umsækjendur eru hvattir til… Sjá meira →

Félagsmálaráðuneytið auglýsir styrki til félagasamtaka

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem heyra undir málefnasvið félagsmálaráðuneytisins. Félagasamtök sem hljóta styrki á fjárlögum eða eru með samninga við ráðuneytið eða stofnanir þess, vegna skilgreindra verkefna, geta ekki sótt um styrki af safnliðum fjárlaga fyrir sömu verkefni. Reglur um úthlutun styrkja sem félags- og barnamálaráðherra veitir samkvæmt safnliðum fjárlaga hverju sinni. Veittir eru… Sjá meira →

Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði heilbrigðismála

Vakin er athygli á því að heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst er eftir umsóknum um styrki af safnliðum fjárlaga frá íslenskum félagasamtökum vegna verkefna á sviði heilbrigðismála. Einungis er tekið við rafrænum umsóknum. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknir á rafrænum eyðublöðum er að finna á umsóknarvef Stjórnarráðsins (http://minarsidur.stjr.is)    Veittir styrkir til verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða… Sjá meira →

Frjáls félagasamtök í krísu – Hvernig má bregðast við?

Hvernig eiga frjáls félagasamtök að bregðast við þegar krísa kemur upp? Hvert er hlutverk stjórna og starfsmanna þeirra? Jeannie Fox, kennari við Hamlin-háskóli í Minnesota í Bandaríkjunum fjallar um krísustjórnun fyrir félagasamtök og hlutverk stjórna og starfsmanna í hádegisfyrirlestri fimmtudaginn 16. september næstkomandi. Fyrirlesturinn verður á Zoom og er öllum opinn. Í fyrirlestrinum mun Fox ræða um nýlegt dæmi frá… Sjá meira →

Áhrif nýrra laga- og skattareglna á starf almannaheillasamtaka

Stórbreytingar á starfsumhverfi almannaheillasamtaka ganga í gildi í haust, með nýjum lögum um félög til almannaheilla og nýjum skattareglum fyrir þriðja geirann. Nú kemur inn í skattalögin aukin hvatning til fyrirtækja og einstaklinga til þess að styðja við almannaheillastarfsemi–ef að líkum lætur mun þetta stuðla að bættri fjármögnun margra samtaka. Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, mun fara stuttlega… Sjá meira →