Stjórnarfundur Almannaheilla 26, maí 2016

Stjórnarfundur Almannaheilla 26. maí 2016, kl. 15-16 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Fundargerð   Mætt voru: Ketill, Ragnheiður, Þóra, Þröstur, Einar, Jónas, Þórarinn og Arnór   Dagskrá Áritun ársreikninga 2015 Inntaka nýrra félaga Önnur mál   Áritun ársreiknings Stjórnin undirritaði ársreikninga Almannaheilla fyrir árið 2015.   Aðildarumsóknir Fyrir fundinum liggur umsókn Félags lesblindra. Stjórn samþykkti aðild þeirra.   Önnur mál Hádegisfundurinn með… Sjá meira →

Fjáröflun og fjármögnun félagasamtaka – Sir Stuart Etherington

Almannaheill standa fyrir hádegisfyrirlestri um Fjáröflun og fjármögnun félagasamtaka Norræna húsið föstudag 20. maí 2016 kl. 11:30 – 13:00 Sir Stuart Etherington er framkvæmdastjóri NVCO, National Council for Voluntary Organisations í Bretlandi. Sir Stuart Etherington hefur í 22 ár verið framkvæmdastjóri NCVO í Bretlandi. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í tengslum við þriðja geirann, m.a. fyrir bresk stjórnvöld. Hann var á… Sjá meira →

Ráðherra styrkir Fund fólksins – lýðræðishátíð um samfélagsmál

Þann 11. apríl 2016 undirrituðu Almannaheill – Samtök þriðja geirans og félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, samning um að veita Almannaheill fjárstuðning til að standa fyrir lýðræðishátíð undir yfirskriftinni Fundur fólksins.   Fundur fólksins er að norrænni fyrirmynd og hefur um árabil verið haldin víða á Norðurlöndunum svo sem Almendalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og… Sjá meira →

Bætt skattaumhverfi

Skattaafsláttur og niðurfelling erfðaskatts af gjöfum til almannaheillasamtaka Almannaheill vekur athygli forsvarsmanna almannaheillasamtaka á því að 19. desember síðastliðinn voru á alþingi samþykktar mikilvægar breytingar á skattalögum. Nú geta fyrirtæki styrkt almannaheillasamtök um allt að 0,75% af heildarveltu sinni og fengið þá upphæð frádregna frá tekjuskatti. Einnig hefur erfðafjárskattur af gjöfum til almannaheillasamtaka verið felldur niður. Sjá hér nýju skattalögin.… Sjá meira →

Upplýsandi málþing um frumvarp

Á málþingi Almannaheilla miðvikudaginn 18. nóvember var rætt um drög að frumvarpi um almannaheillafélög sem iðnaðar- og viðskiptaráðhera, Ragnheiður Elín Árnadóttir kynnti fyrr á þessu ári. Markmiðið á að vera bætt rekstrarumhverfi og aukið traust í garð almannaheillafélaga Ketill Berg Magnússon, formaður setti málþingið og sagði helsta markmið Almannaheilla vera að bæta rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka og stuðla að hagsælu lagaumhverfi þeim til… Sjá meira →

Öll tungumál barna eru mikilvæg

Móðurmál – samtök um tvítyngi gekk nýlega til liðs við Almannaheill. Að því tilefni heyrðum við í formanni félagsins Renötu Emilsson Peskova og spurðum hana um félagið.   Hvers konar félag er Móðurmál og hver er tilgangurinn? Móðurmál – samtök um tvítyngi eru frjáls félagasamtök sem hafa það að aðalmarkmiði að kenna fjöltyngdum börnum móðurmál þeirra. Móðurmál hefur boðið uppá móðurmálskennslu… Sjá meira →

Þarf að laga umhverfi almannaheillasamtaka?

Þarf að laga umhverfi almannaheillasamtaka? Morgunverðarfundur um fyrirhugaða lagasetningu um félagasamtök til almannaheilla   Tími:               18. nóvember 2015, kl. 8.30 – 10.00 Staður:           Grand Hótel Reykjavík Fyrir hverja:   Allt áhugafólk um félagasamtök til almannaheilla Verð:               Aðeins kr. 2.400 – morgunverður innifalinn Markmiðið með málþinginu er… Sjá meira →

Stjórn Almannaheilla hvetur til afgreiðslu á frumvarpi

Á fundi stjórnar Almannaheilla þann 1. október sl. var samþykkt ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til að afgreiða væntanlegt frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um félög til almannaheilla. Ályktunin er svohljóðandi:   Ályktun Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, um drög að frumvarpi til laga um félagasamtök til almannaheilla 1. október 2015 Stjórn Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, hvetur þingmenn til að afgreiða… Sjá meira →

Sir Stephen Bubb á Málþingi Almannaheilla

Sir Stephen Bubb, framkvæmdasjtóri ACEVO,  samtaka stjórnenda sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi verður aðalræðumaður á málþingi Almannaheilla á Fundi fólksins föstudaginn 12. júní . Sir Stephen hefur áratugareynslu af stjórnun sjálfboðaliðasamtaka. Hann er einnig framkvæmdastjóri Euclid Network, evrópskra samtaka stjórnenda í þriðja geiranum. Hann á sæti í The Commonwealth Foundation’s Civil Society Committee, er stjórnarmaður í The Big Society Trust. Hann var aðlaður fyrir störf sín… Sjá meira →

Málþing Almannaheilla á Fundi fólksins

Í tilefni af Fundi fólksins í Vatnsmýrinni standa Almannaheill – samtök þriðja geirans á Íslandi fyrir málþingi um starfsumhverfi almannaheillasamtaka í íslensku samfélagi. Almannaheillasamtök af ýmsu tagi og sjálfboðaliðar þeirra vinna afar mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu almennings á Íslandi. Skapa þarf þeim starfsskilyrði svo þau geti sett fagmennsku, gagnsemi og réttlæti á oddinn. Tími:                     Föstudagur 12. Júní… Sjá meira →