Ríkisskattstjóri

Varðandi skráningu almannaheillasamtaka á raunverulegum eigendum

Eins og rætt hefur verið á fundum stjórnar Almannaheilla að undanförnu þá hefur það vafist fyrir mörgum félagasamtökum hvernig skrá eigi „raunverulega eigendur“ samtakanna hjá fyrirtækjaskrá. Leiðbeiningarnar um það eru ekki skýrar. Það hefur einnig vafist fyrir fyrirtækjaskrá að gefa nákvæmar upplýsingar um þetta efni–starfsmaður fyrirtækjaskrár hefur skýrt þetta hik við að gefa afdráttarlaus svör fyrir formanni Almennaheilla með því… Sjá meira →

Grein eftir formann Almannaheilla – „Sjálf­boða­liða­sam­tökin stóðu vaktina“

Jónas Guðmundsson skrifar: Sjálfboðaliðasamtök létu til sín taka fyrir og um nýliðna jólahátíð, eins og oft áður. Mesta athygli vakti vaskleg framganga björgunarsveita við að bjarga mönnum og dýrum og forða eignatjóni. Titill greinarinnar er einmitt fenginn að láni úr uppgjöri einnar útvarpsstöðvar á glímunni við desemberóveðrið. Ýmsum kom á óvart hve árvekni og afl viðbragðsaðila var mikið. En fleiri… Sjá meira →

Grein á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða – ,,Hvernig nennirðu þessu?“

Árni Einarsson skrifar:   Í þessari viku, þann 5. desember, er haldið upp á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Þetta er ekki einn af þessum dögum sem vekja mikla athygli og umtal. Tilefni hans varðar þó okkur öll. Tilvist og starfsemi almannaheillasamtaka er hugsanlega sjálfsögð, en við leiðum hugann lítið að því hvaða þýðingu slík samtök hafa. En ef þau hyrfu af… Sjá meira →

Samfélagsleg nýsköpun sett í forgang

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf um samfélagslega nýsköpun. MYND/Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Sjá meira →

Efling samfélagslegrar nýsköpunar – undirritun viljayfirlýsingar

Þann 21. nóvember næstkomandi mun fara fram í sal Þjóðminjasafnsins undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda, Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Háskóla Íslands um að ganga til samstarfs um eflingu samfélagslegrar nýsköpunar. Vaxandi – miðstöð samfélagslegrar nýsköpunar innan Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands mun taka þátt í samstarfinu fyrir hönd Háskóla Íslands. Á grunni viljayfirlýsingarinnar verður unnið sameiginlega að því að skapa félagasamtökum aukna möguleika… Sjá meira →

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Athygli er vakin á útkomnum leiðbeiningum Stjórnarráðsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sérsniðnar að almannaheillafélögum. Í skjalinu er farið yfir góða stjórnarhætti sem verja almannaheillafélög gegn misnotkun. Skjalið má nálgast á vef Stjórnarráðsins og einnig, ásamt öðrum fróðleik, undir Hagnýtt efni hér á vefsíðu Almannaheilla. Sjá meira →

Lýsa – framlengdur frestur á styrkumsóknum

Aðildarfélögum Almannaheilla gefst kostur á að sækja um styrk til stjórnar Almannaheilla vegna kostnaðar við þátttöku í Lýsu. Er styrkurinn bundinn við þau félög sem taka þátt í Lýsu og leggja eitthvað af mörkum til dagskrár fundarins, t.d. kynningu á sinni starfsemi. Gert er ráð fyrir að 15 styrkir að upphæð kr. 45.000 hver verði til úthlutunar og verði eftirspurnin… Sjá meira →

Lýsa – Fundur fólksins

LÝSA – Fundur fólksins verður haldin í þriðja sinn í Hofi á Akureyri 6. og 7. september. LÝSA er fyrir alla borgara samfélagsins og er mikilvægur vettvangur til að ræða málefni líðandi stundar og byggja brú milli almennings, félagasamtaka og stjórnmálafólks. Á hátíðinni fara fram bæði áhugaverðar og mikilvægar umræður sem snerta okkur öll og er markmiðið að hvetja allar… Sjá meira →

Samstarf við Opna háskólann

Almannaheill hefur gert áframhaldandi samkomulag við Opna háskólann í Háskólanum í Reykjavík vegna námslínunnar Stjórnendur í þriðja geiranum. Aðildarfélög Almannaheilla fá 10% afslátt af verði námsins.  Aðildarfélög Almannaheilla falla innan þriðja geirans, því með honum er átt við félög sem starfa í almannaþágu. Oft á tíðum eru áskoranirnar öðruvísi en hjá hagnaðardrifnum félögum eða opinberum stofnunum. Til að mynda er… Sjá meira →

Jónas Guðmundsson nýr formaður Almannaheilla

Jónas Guðmundsson hefur verið kjörinn nýr formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Hann er fimmti formaður samtakanna, sem starfað hafa í 10 ár, og samanstanda af á fjórða tug margra af helstu almannaheillasamtökum landsins. Fráfarandi formaður var Ketill B. Magnússon. Jónas er fyrrum rektor háskólans á Bifröst. Hann er fjármálastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann var einn af stofnendum Almannaheilla og hefur setið… Sjá meira →