Fjáröflun og fjármögnun félagasamtaka – Sir Stuart Etherington

Almannaheill standa fyrir hádegisfyrirlestri um Fjáröflun og fjármögnun félagasamtaka Norræna húsið föstudag 20. maí 2016 kl. 11:30 – 13:00 Sir Stuart Etherington er framkvæmdastjóri NVCO, National Council for Voluntary Organisations í Bretlandi. Sir Stuart Etherington hefur í 22 ár verið framkvæmdastjóri NCVO í Bretlandi. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í tengslum við þriðja geirann, m.a. fyrir bresk stjórnvöld. Hann var á… Sjá meira →

Ráðherra styrkir Fund fólksins – lýðræðishátíð um samfélagsmál

Þann 11. apríl 2016 undirrituðu Almannaheill – Samtök þriðja geirans og félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, samning um að veita Almannaheill fjárstuðning til að standa fyrir lýðræðishátíð undir yfirskriftinni Fundur fólksins.   Fundur fólksins er að norrænni fyrirmynd og hefur um árabil verið haldin víða á Norðurlöndunum svo sem Almendalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og… Sjá meira →

Bætt skattaumhverfi

Skattaafsláttur og niðurfelling erfðaskatts af gjöfum til almannaheillasamtaka Almannaheill vekur athygli forsvarsmanna almannaheillasamtaka á því að 19. desember síðastliðinn voru á alþingi samþykktar mikilvægar breytingar á skattalögum. Nú geta fyrirtæki styrkt almannaheillasamtök um allt að 0,75% af heildarveltu sinni og fengið þá upphæð frádregna frá tekjuskatti. Einnig hefur erfðafjárskattur af gjöfum til almannaheillasamtaka verið felldur niður. Sjá hér nýju skattalögin.… Sjá meira →

Upplýsandi málþing um frumvarp

Á málþingi Almannaheilla miðvikudaginn 18. nóvember var rætt um drög að frumvarpi um almannaheillafélög sem iðnaðar- og viðskiptaráðhera, Ragnheiður Elín Árnadóttir kynnti fyrr á þessu ári. Markmiðið á að vera bætt rekstrarumhverfi og aukið traust í garð almannaheillafélaga Ketill Berg Magnússon, formaður setti málþingið og sagði helsta markmið Almannaheilla vera að bæta rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka og stuðla að hagsælu lagaumhverfi þeim til… Sjá meira →

Öll tungumál barna eru mikilvæg

Móðurmál – samtök um tvítyngi gekk nýlega til liðs við Almannaheill. Að því tilefni heyrðum við í formanni félagsins Renötu Emilsson Peskova og spurðum hana um félagið.   Hvers konar félag er Móðurmál og hver er tilgangurinn? Móðurmál – samtök um tvítyngi eru frjáls félagasamtök sem hafa það að aðalmarkmiði að kenna fjöltyngdum börnum móðurmál þeirra. Móðurmál hefur boðið uppá móðurmálskennslu… Sjá meira →

Þarf að laga umhverfi almannaheillasamtaka?

Þarf að laga umhverfi almannaheillasamtaka? Morgunverðarfundur um fyrirhugaða lagasetningu um félagasamtök til almannaheilla   Tími:               18. nóvember 2015, kl. 8.30 – 10.00 Staður:           Grand Hótel Reykjavík Fyrir hverja:   Allt áhugafólk um félagasamtök til almannaheilla Verð:               Aðeins kr. 2.400 – morgunverður innifalinn Markmiðið með málþinginu er… Sjá meira →

Stjórn Almannaheilla hvetur til afgreiðslu á frumvarpi

Á fundi stjórnar Almannaheilla þann 1. október sl. var samþykkt ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til að afgreiða væntanlegt frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um félög til almannaheilla. Ályktunin er svohljóðandi:   Ályktun Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, um drög að frumvarpi til laga um félagasamtök til almannaheilla 1. október 2015 Stjórn Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, hvetur þingmenn til að afgreiða… Sjá meira →

Sir Stephen Bubb á Málþingi Almannaheilla

Sir Stephen Bubb, framkvæmdasjtóri ACEVO,  samtaka stjórnenda sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi verður aðalræðumaður á málþingi Almannaheilla á Fundi fólksins föstudaginn 12. júní . Sir Stephen hefur áratugareynslu af stjórnun sjálfboðaliðasamtaka. Hann er einnig framkvæmdastjóri Euclid Network, evrópskra samtaka stjórnenda í þriðja geiranum. Hann á sæti í The Commonwealth Foundation’s Civil Society Committee, er stjórnarmaður í The Big Society Trust. Hann var aðlaður fyrir störf sín… Sjá meira →

Málþing Almannaheilla á Fundi fólksins

Í tilefni af Fundi fólksins í Vatnsmýrinni standa Almannaheill – samtök þriðja geirans á Íslandi fyrir málþingi um starfsumhverfi almannaheillasamtaka í íslensku samfélagi. Almannaheillasamtök af ýmsu tagi og sjálfboðaliðar þeirra vinna afar mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu almennings á Íslandi. Skapa þarf þeim starfsskilyrði svo þau geti sett fagmennsku, gagnsemi og réttlæti á oddinn. Tími:                     Föstudagur 12. Júní… Sjá meira →

Ný stjórn kosin á aðalfundi Almannaheilla

Á aðalfundi Almannaheilla – samtaka þriðja geirans þann 1. júní  sl. kom fram að leggja á fram lagafrumvarp um frjáls félagasamtök á vettvangi almannaheilla á komandi haustþingi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði í ávarpi sínu, „það er mikilvægt að skýra réttindi og skyldur félagasamtaka, svo sem um opið bókhald og skattaumhverfi þeirra“. Í drögum að frumvarpinu sem kynnt… Sjá meira →