Lýsa – framlengdur frestur á styrkumsóknum

Aðildarfélögum Almannaheilla gefst kostur á að sækja um styrk til stjórnar Almannaheilla vegna kostnaðar við þátttöku í Lýsu. Er styrkurinn bundinn við þau félög sem taka þátt í Lýsu og leggja eitthvað af mörkum til dagskrár fundarins, t.d. kynningu á sinni starfsemi. Gert er ráð fyrir að 15 styrkir að upphæð kr. 45.000 hver verði til úthlutunar og verði eftirspurnin… Sjá meira →

Lýsa – Fundur fólksins

LÝSA – Fundur fólksins verður haldin í þriðja sinn í Hofi á Akureyri 6. og 7. september. LÝSA er fyrir alla borgara samfélagsins og er mikilvægur vettvangur til að ræða málefni líðandi stundar og byggja brú milli almennings, félagasamtaka og stjórnmálafólks. Á hátíðinni fara fram bæði áhugaverðar og mikilvægar umræður sem snerta okkur öll og er markmiðið að hvetja allar… Sjá meira →

Samstarf við Opna háskólann

Almannaheill hefur gert áframhaldandi samkomulag við Opna háskólann í Háskólanum í Reykjavík vegna námslínunnar Stjórnendur í þriðja geiranum. Aðildarfélög Almannaheilla fá 10% afslátt af verði námsins.  Aðildarfélög Almannaheilla falla innan þriðja geirans, því með honum er átt við félög sem starfa í almannaþágu. Oft á tíðum eru áskoranirnar öðruvísi en hjá hagnaðardrifnum félögum eða opinberum stofnunum. Til að mynda er… Sjá meira →

Jónas Guðmundsson nýr formaður Almannaheilla

Jónas Guðmundsson hefur verið kjörinn nýr formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Hann er fimmti formaður samtakanna, sem starfað hafa í 10 ár, og samanstanda af á fjórða tug margra af helstu almannaheillasamtökum landsins. Fráfarandi formaður var Ketill B. Magnússon. Jónas er fyrrum rektor háskólans á Bifröst. Hann er fjármálastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann var einn af stofnendum Almannaheilla og hefur setið… Sjá meira →

Frumvarp sem styrkir almannaheillafélög

  Nú hefur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lagt fram í Samráðsgáttina endurskoðuð drög að frumvarpi um almannaheillafélög. Ráðherra hefur undanfarnar vikur átt samráð við Almannaheill um endurskoðunina þar sem sjónarmiðum almannaheillafélaga hefur verið haldið fram. Almannaheill fagna slíku frumvarpi um lagalega umgjörð um þeirra félagaform. Nauðsynlegt er að samþykkja slík lög sem fyrst.   Efnislega fjallar… Sjá meira →

Heimsmarkmiðin fyrir almannaheillafélög

Miðvikudaginn 13. febrúar kl. 16.30-18.00 höldum við kynningarfund fyrir félagasamtök um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.   Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 skýr markmið í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Öll lönd og allir haghafar munu, í gegnum samstarfsverkefni, hrinda þessum markmiðum í framkvæmd. Á þessum fundi verður kynnt hvernig almannaheillafélög og önnur félagasamtök geta lagt sitt af mörkum og fléttað heimsmarkmiðin inn í… Sjá meira →

Geðhjálp Fyrirmynd 2018

·       Almannaheill fagnar 10 ára afmæli ·       Tugir þúsunda í almannaheillafélögum ·       Geðhjálp hlaut viðurkenninguna Fyrirmyndin 2018 „Fólk sem gerir aldrei neitt saman er ekki hægt að kalla þjóð,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og vitnaði þar í Jóhannes S. Kjarval í erindi sínu á 10 ára afmælishátíð Almannaheilla – samtaka þriðja geirans – sem fram fór í Veröld, húsi Vigdísar í… Sjá meira →

Almannaheill – 10 ára afmælishátíð

Almannaheill – samtök þriðja geirans fagna 10 ára afmæli sínu með hátíðarviðburði þann 7. nóvember 2018. Dagskráin er einföld. Eftir stutt ávarp formanns Almannaheilla mun forseti Íslands afhenta viðurkenninguna Fyrirmynd 2018 sem veitt er félagasamtökum til almannaheilla sem starfa af fagmennsku og skipuleggja starfsemi sína með gagnsæi, skilvirkni með góða þjónustu og siðferði að leiðarljósi. Að því loknu fögnum við… Sjá meira →

Framúarskarandi félagasamtök – viðurkenning

Almannaheill – samtök þriðja geirans auglýsa eftir tillögum að almannaheillafélagi sem hlýtur viðurkenningu Fyrirmynd 2018.   Viðurkenninguna Fyrirmynd 2018 hljóta félagasamtök til almannaheilla sem starfa af fagmennsku og skipuleggja starfsemi sína með gagnsæi, skilvirkni með góða þjónustu og siðferði að leiðarljósi.   Með viðurkenningunni vilja Almannaheill hvetja félög til almannaheilla til að vanda til starfsemi sinnar og auka þannig fagmennsku… Sjá meira →